Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Vallholt 1 - húsaleigusamningur
910057
2.Viðhaldssamningur - framsal
911001
Framkvæmdaráð telur ekki ástæðu að svo komnu máli að taka málið upp að nýju, en óskar eftir nánari skýringum á beiðni bréfritara.
3.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.
810068
Framkvæmdaráð telur að umbeðnar upplýsingar liggji fyrir þannig að bæjarráð geti tekið málið fyrir til efnislegrar umfjöllunar.
4.Götur á Akranesi - úttektarskýrsla
911045
Framkvæmdaráð þakkar skýrsluhöfundum fyrir skýrsluna.
5.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa
911039
Framkvæmdaráð telur mun heppilegra að forgangsraða innan fyrirliggjandi viðhaldsáætlunar þegar fjárhagsáætlun liggur fyrir. Framkvæmdaráð stefnir á aukafund vegna fjárhagsáætlunar þegar framkvæmdastofa hefur lokið við yfirferð á tillögu að fjárhagsáætlun.
6.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009
908018
Framkvæmdaráð áréttar nauðsyn þess að vel sé fylgst með framvindu verka varðandi kostnað.
Sveinn vill bóka eftirfarandi:
Bókun vegna bæjarráðsfundar 12. nóv. sl.
Undirritaður undrast nokkuð bókanir bæjarráðs í 1. lið fundargerðar þess frá 12. nóvember sl.
Það er nýbreytni að nefndir og ráð bóki á aðrar nefndir og ráð kaupstaðarins. Ýmislegt sem bæjarráð hefur tekið sér fyrir hendur væri því bókunarvert að mati undirritaðs, m. a. framúrkeyrsla á ýmsum fjárhagsáætlunarliðum. Erindi Framkvæmdastofu sem var til umfjöllunar í bæjarráði er byggt á samþykktum Framkvæmdaráðs, en í því sitja þrír bæjarfulltrúar, þar af tveir úr meirihluta og annar þeirra formaður. Undirritaður kann því illa að framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu skuli snupraður fyrir það að koma samþykktum ráðsins á framfæri við bæjarráð.
Vegna liðar 5 er umhugsunarefni hvort samþykkt bæjarráðs um fjármálastjórnun frá 22/5 sé ekki brot á bæjarmálasamþykkt þar sem ráðum, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum stofnana er falin ábyrgð á fjárreiðum stofnana sem undir viðkomandi heyra og kemur fjármálastjóri ekki þar að.
Undirritaður fer þess á leit við framkvæmdastjóra að hann fái formlegt álit reikningsskilanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga (Hagdeildar) um hvernig meðhöndla skuli millifærslur á eigin vinnu starfsmanna Akraneskaupstaðar í bókhaldi bæjarins.
Fundi slitið.
Leigusamningurinn lagður fram. Minnisblað verkefnastjóra vegna viðhalds á þjónustumiðstöð Laugarbraut lagt fram.