Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Skógahverfi 1. áfangi - frágangur gangstétta
908017
Fjárhagsáætlun 2010 gerir ráð fyrir framkvæmdum við gangstéttar og gangstíga. Framkvæmdastofa leggur til að heimilað verði að undirbúa framkvæmdir við Skógarhverfi 1 skv fyrirliggjandi gögnum um magn framkvæmda og frágang.
2.Þjónustusamningar á vegum Framkvæmdastofu
901147
Samningar á vegum Framkvæmdastofu vegna viðhalds fasteigna Framkvæmdastofu renna út þann 1. apríl 2010, þó með möguleika á að framlengja þá um eitt ár.
Framkvæmdaráð samþykkir að umræddir samningar renni út við lok gildistíma.
3.Styrkbeiðni - Lagfæring á gæðingavelli á Æðarodda.
911094
Bréf bæjarráðs dags. 4.12.2009, þar sem óskað er umsagnar Framkvæmdaráðs á erindi Hestamannafélagsins Dreyra dags. 25.11.2009 vegna endurbóta og lagfæringa á gæðinga- og íþróttavelli félagsins á Æðarodda. Minnisblað Framkvæmdastofu dags. 4.01.2010 varðandi mat á umræddum endurbótum.
Framkvæmdaráð samþykkir umsögn Framkvæmdastofu og vísar henni til umfjöllunar bæjarráðs.
4.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009
908018
Rekstrarstaða 1/1 - 30/11 2009 ásamt bréfi framkvæmdastjóra dags. 28.12.2009.
Framkvæmdastóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
5.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa
911039
Sundurliðun viðhaldsfjár skv fjárhagsáætlun. Á fundinn mætti til viðræðna Kristján Gunnarsson, umsjónarmaður fasteigna varðandi skiptingu viðhaldsfjár og verkefna. Umsjónarmaður fasteigna og framkvæmdastjóri fóru yfir drög að verkefnum ársins 2010 eins og þau liggja fyrir af hálfu Framkvæmdastofu. Einnig kynnti framkvæmdastjóri ráðstöfun fjárveitinga til umhverfismála.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka viðhaldsáætlunina til nánari umræðu á næsta fundi ráðsins.
6.Garðagrund - göngustígur
912095
Fjárhagsáætlun 2010 gerir ráð fyrir framkvæmdum við gangstéttar og gangstíga. Framkvæmdastofa leggur til að heimilað verði að undirbúa framkvæmdir við stíg frá Garðagrund að stíg við Steinsstaði skv. fyrirliggjandi gögnum um magn framkvæmda og frágang.
Framkvæmdastofu falið að afla verðhugmynda í verkið í samræmi við fyrirliggjandi gögn og umræður á fundum.
7.Strætóskýli
903046
Kostnaður vegna breytinga á akstursleið strætisvagna m.a. tilfærsla á skýlum og gerð útafkeyrsluvasa.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samþykkt bæjarráðs þar sem samþykkt var að fela Framkvæmdastofu að hefja framkvæmdina með færslu biðskýla og uppsetningu og eftir aðstæðum að ljúka gerð útafakstursvasa, merkingu og breytingu á akstursleiðum. Kostnaður kr. 3,0 milljónir verði tekinn af áætluðum kostnaði við rekstur strætisvagns á Akranesi.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samþykkt bæjarráðs þar sem samþykkt var að fela Framkvæmdastofu að hefja framkvæmdina með færslu biðskýla og uppsetningu og eftir aðstæðum að ljúka gerð útafakstursvasa, merkingu og breytingu á akstursleiðum. Kostnaður kr. 3,0 milljónir verði tekinn af áætluðum kostnaði við rekstur strætisvagns á Akranesi.
Framkvæmdastjóra falin framkvæmd verksins.
Fundi slitið.
Framkvæmdastofu falið að afla verðhugmynda í verkið í samræmi við fyrirliggjandi gögn og umræður á fundum.