Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Bókasafn Dalbraut 1 - verkfundagerðir 2009.
902001
Fundargerð síðasta fundar frá 23.02.2009, lögð fram til kynningar.
Framkvæmdaráð skoðaði húsnæðið undir leiðsögn Runólfs Sigurðssonar eftirlitsmanns.
2.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.
810068
Fundargerð verkfundar frá 24.02.2009.
Lögð fram.
3.Búfjáreftirlit 2009
902216
Samningur á milli Búnaðarsamtaka Vesturlands og Akraneskaupstaðar um búfjáreftirlit sbr lög nr. 103/2002 um búfjáreftirlit.
Samningurinn samþykktur. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá undirritun hans.
4.Skógahverfi - yfirfall frá skolpdælubrunni
902103
Beiðni OR um að Akraneskaupstaður fjármagni kostnað við yfirfall frá skolpdælubrunni. Kostnaður er áætlaður um 1,7 milljónir króna.
Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að samkomulag verði gert við OR um ofangreinda framkvæmd þar sem um bráðabirgðafyrirkomulag er um að ræða þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar við fráveitu Skógarhverfis 3.
5.Viskubrunnur - undirbúningur
901156
Bæjarráð hefur samþykkt að veita 2,5 milljónum króna í undirbúningsvinnu við verkefnið.
Framkvæmdastjóri upplýsti að haft hafi verið samband við hönnuði til að ljúka nauðsynlegri undirbúningsvinnu við hönnun svæðisins.
6.Stillholt 16-18 - framkvæmdir vegna stjórnsýslu
901157
Framkvæmdastjóri kynnti útfærlsu Mark Stofu dags 3.3.2009 ásamt fyrstu drögum að verkflokkum og kostnaðarmati.
Afgreiðslu frestað.
7.Fjárhagsáætlun 2009
901179
Bréf framkvæmdastjóra dags. 16.02.2009, varðandi fjárveitingar til Framkvæmdastofu í fjárhagsáætlun 2009.
Afgreiðslu frestað.
8.Þjónustusamningar á vegum Framkvæmdastofu - uppsögn samninga
901147
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er á vegum Framkvæmdastofu, en óskað hefur verið með formlegum hætti eftir lækkun á einingaverðum gildandi samninga.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
9.Opnunartímar stofnana - endurskoðun
901145
Minnisblað framkvæmdastjóra dags. 2.2.2009, varðandi opnunartíma íþróttamannvirkja.
Framkvæmdastjóra falið að skoða málið nánar.
10.Vinnuskóli Akraness - Greinargerð 2009
903034
Greinargerð vinnuskólans og framkvæmdastofu um skilgreiningu vinnusvæða og fastra verkefna starfsmanna vinnuskólans við opin svæði bæjarins, slátt, hirðingu og tiltekt.
Lagt fram til upplýsingar.
Fundi slitið.