Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.
810068
2.Framkvæmdastofa - erindisbréf starfsmanna
909038
Framkvæmdarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að kynna starfsmönnum framkvæmdastofu erindisbréfin.
3.Sala á tækjum áhaldahúss
909039
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboðum frá hæstbjóðendum í tækin. Frá Tryggva Val Sæmundssyni í sturtuvagn að fjárhæð kr. 550.000.- + vsk og frá Fjölsprot ehf í traktor að fjárhæð kr. 1.812.000.- + vsk. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá nauðsynlegum skjölum sem lýtur að sölu tækjanna.
4.Fasteignir - Reglur og skyldur leigusala og leigutaka
909043
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar. Framkvæmdastjóra falið að kynna málið fyrir bæjarstjórn.
5.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2010
909044
Framkvæmdaráð- og stofa munu forgangsraða verkefnum þegar fjárhæð í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 liggur fyrir.
6.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009
908018
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs og eftir atvikum aðalskrifstofu.
7.Ægisbraut 1-7
904039
Þórður Þ. Þórðarson vék af fundi við umfjöllun þessa liðar. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir hugsanlegum möguleikum til lausnar húsnæðismálum Framkvæmdastofu.
8.Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar.
907011
Framkvæmdarráð vísar málinu til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
9.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags
906175
Lagt fram.
Fundi slitið.
Lögð fram.