Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

25. fundur 17. desember 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Bréf bæjarráðs dags. 7.12.2009, þar sem bæjarráð ítrekar ósk sína um greinargerð vegna uppgjörs Flóahverfis og óskar eftir upplýsingum um hver heildarsamningur við Skólfluna hf var eftir að felldur var út malbikshluti verksamnings.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir minnisblaði sínu dags. 8.12.2009 þar sem umbeðnar upplýsingar bæjarráðs eru tíundaðar.

Framkvæmdaráð vísar greinargerðinni til bæjarráðs. Framkvæmdaráð væntir því þess að beiðni um aukafjárveitingu vegna umrædds verks verði afgreidd.

2.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Bréf bæjarráðs dags. 4.12.2009, þar sem tilynnt er að erindi Knattspyrnufélags ÍA dags. 30.11.2009, um skoðun á því hvort hagkvæmt kunni að vera að KFÍA annist rekstur íþróttavallarins á Jaðarsbökkum, sé vísað til umsagnar Framkvæmdaráðs.


Á fundinn mætti Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri KFÍA sem gerði nánar grein fyrir hugmyndum félagins.


Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vinna áfram að málinu.

3.Styrkbeiðni - Lagfæring á gæðingavelli á Æðarodda.

911094

Bréf bæjarráðs dags. 4.12.2009, þar sem óskað er umsagnar Framkvæmdaráðs á erindi Hestamannafélagsins Dreyra dags. 25.11.2009 vegna endurbóta og lagfæringa á gæðinga- og íþróttavelli félagsins á Æðarodda.


Framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra að vinna að málinu að beiðni bæjarráðs.

4.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

911055

Bréf bæjarráðs dags. 30.12.2009, þar sem óskað er skoðunar Framkvæmdaráðs á beiðni Hvalfjarðarsveitar um hvort sveitarfélagið greiði of mikið vegna samstarfssamnings um félags- og íþróttamál miðað við fjölda iðkenda/notenda.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir minnisblaði sínu dags. 9.12.2009, varðandi þetta mál.


Framkvæmdaráð telur samninginn hagstæðan fyrir Hvalfjarðarsveit miðað við fjölda iðkenda og notenda samanber minnisblað framkvæmdastjóra.

5.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Bréf SS Verktaka dags. 8.12.2009, varðandi breytingar á tengistútum og gangstéttum við Þjóðbraut 1. Óskað er eftir að kaupstaðurinn annist sinn hluta framkvæmda sem fyrst í samvinnu við eigendur hússins.


Framkvæmdaráð óskar eftir aukafjárveitingu kr. 1.000.000 fyrir árið 2010 vegna verksins.

6.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa

911039





Framkvæmdastjóri fór yfir þá liði sem bæjarstjórn samþykkti við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 með hliðsjón af framkomnum athugasemdum Framkvæmdastofu og Framkvæmdaráðs.



Undirritaður bæjarfulltrúi og kjörinn fulltrúi í Framkvæmdaráði bókar eftirfarandi:


Við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 unnu allir kjörnir fulltrúar í Framkvæmdaráði sameiginlega að því að móta og setja fram tillögur vegna fjárhagsáætlunarinnar. Þó að gögn frá bæjarstjóra bærust seint og þau væru harla sundurlaus var það ásetningur allra að ná saman um tillögur sem síðan yrðu sendar bæjarráði til umfjöllunar vegna endanlegs frumvarps til bæjarstjórnar.


Þetta verk var unnið í góðu samkomulagi á tveimur fundum. Lauk þeirri vinnu svo að sameinast var um texta og tillögur. Voru þær síðan sendar bæjarráði til umfjöllunar.


Skemmst er frá því að segja að bæjarráð tók aldrei tillögurnar til skoðunar eða umfjöllunar og þær því ekki virtar viðlits. Bæjarráði er skylt að taka öll erindi til umfjöllunar sem því berast , en þessi málsmeðferð er sérlega gagnrýniverð þar sem um gögn varðandi fjárhagsáætlun var að ræða. Sömu meðferð fengu tillögur Fjölskylduráðs, þær komu ekki fyrir bæjarráð til umfjöllunar.



Stjórnsýsla Akraneskaupstaðar einkennist nú um stundir af fálmkenndum ákvörðunum, ómarkvissum vinnubrögðum og duttlungum. Hefur þessi veikleiki í stjórnsýslunni ágerst síðustu misseri. Undirritaður átelur harðlega slík vinnubrögð sem bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs bera mesta ábyrgð á, en er látin átölulaus af öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.



Sveinn Kristinsson


Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00