Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

27. fundur 19. janúar 2010 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vinnuskóli Akraness - starfsemi sumarið 2010

1001031

Á fundinn mætti Einar Skúlason, rekstrarstjóri Vinnuskólans, og gerði hann grein fyrir fjárveitingu, starfssemi hans og undirbúningi fyrir sumarið árið 2010. Einnig mætti á fundinn Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri til viðræðna um sameiginleg verkefni sem falla undir opin svæði og eru unnin í samvinnu Vinnuskólans og garðyrkjustjóra.

Garðyrkjustjóri og rekstrarstjóri Vinnuskólans kynntu leiðbeiningarrit fyrir flokkstjóra Vinnuskólans sem þeir munu nota við skipulagningu vinnu unglinga í Vinnuskólanum. Bænum hefur verið skipt í 7 umhirðusvæði og tekur ritið á því hvaða verkefni um er að ræða og hvernig standa skal að frágangi og umhirðu svæðanna.

2.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa

911039

Sundurliðun viðhaldsfjár skv. fjárhagsáætlun.Á fundinn mætti til Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri til viðræðna varðandi skiptingu fjár til umhverfisverkefna. Garðyrkjustjóri og framkvæmdastjóri fóru yfir drög að verkefnum ársins 2010 eins og þau liggja fyrir af hálfu Framkvæmdastofu. Einnig gerði framkvæmdastjóri grein fyrir endurskoðaðri viðhaldsáætlun fasteigna vegna ársins 2010.



Framkvæmdaráð samþykkir báðar viðhaldsáætlanirnar.

3.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri gerðu grein fyrir útboðsgögnum sem Almenna verkfræðistofan hf hefur útbúið.


Framkvæmdaráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að bjóða verkið út.

4.Skógahverfi 1. áfangi - frágangur gangstétta

908017

Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri gerðu grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við gangstéttir í Skógarhverfi 1. áfanga.


Framkvæmdaráð felur Framkvæmdastofu að vinna verkið í samræmi við umræður á fundinum.

5.Bíóhöllin - endurbætur

901158


Málið rætt.

6.Grundaskóli / Skólamötuneyti / Undirbúningur framkvæmda

1001014


Málið rætt.

7.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Lokaúttektargerð dags. 24.9.2009, ásamt orðsendingu eftirlitsmanns dags. 6.1.2010 um lúkningu verksins.

Verkið telst lokið í samræmi við samning og verkábyrgðir lækkaðar í 4% af samningsfjárhæð.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00