Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Sundfélag Akraness, erindi.
1409023
Formaður Sundfélags Akraness kynnir helstu nýjungar í uppbyggingu sundlaugamannvirkja.
Trausti Gylfason og Gunnar H. Kristinsson mættu á fundinn og fóru yfir framtíðarþarfir sundfélagsins.
2.Strætó Akranesi, útboð 2014
1409020
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Reynissonar f.h. Hópferðarbíla Reynis Jóhannssonar varðandi ákvörðun um útboð á innanbæjarakstri strætó.
Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara. Þorvaldur Vestmann var viðstaddur þennan fundarlið.
3.Golfklúbburinn Leynir - grassláttur
1410033
Bréf Golfklúbbsins Leynis dags. 4. okt. 2014 varðandi grasslátt.
Erindið kynnt.
4.Fjárhagsáætlun 2015 umhverfis- og framkvæmdasviðs
1410116
Farið yfir drög að rekstrar-og framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs fyrir árið 2015.
Málið kynnt.
5.Sorphirða
903109
Samningur um sorphirðu rennur út í ágúst 2015.
Framkvæmdastjóra falið að kanna áhuga nágrannasveitarfélaga um sameiginlegt útboð.
Fundi slitið - kl. 18:30.