Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

12. fundur 02. október 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 2. október kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nágrennis saman til fundar í Safnahúsinu að Görðum.

Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Hallfreður Vilhjálmsson,
 Jósef H. Þorgeirsson.

Auk þeirra sat fundinn, Jón Allansson, forstöðumaður.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Framkvæmdir á safnasvæðinu.

Jón Allansson greindi frá framkvæmdum í sumar.  Bryggjusvæðið verður formlega tekið í notkun n.k. laugardag og hefst dagskráin kl. 14:00 og stendur til kl. 18:00.

Íþróttasafnið var opnað í byrjun sumars.  Hitaveita var lögð í húsin.  Lokið er endurbótum á Sandahúsinu að utan.

2. Aðsóknin á svæðið.

Aðsókn að safnasvæðinu í lok september var 10.587 og fagnar framkvæmdastjórn mjög aukinni aðsókn á svæðið, enda hefur verið unnið kröftugt og margþætt kynningarstarf.

 Lagt er fram bréf markaðsfulltrúa, dags. 2.10.2002, um aðsóknina að safnasvæðinu og hvað gert er til að örva hana.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns, dags. 27.8. 2002,  til  bæjarráðs um markaðsáktak vegna safnasvæðis.

4. Lagt fram bréf frá forstöðumönnum Byggðasafns og Steinaríkis, dags. 9.9.2002, til samgönguráðherra um styrk til safnasvæðisins.

5. Forstöðumaður lagði fram sundurliðað rekstrar- og framkvæmdayfirliti, m.v. 31.8.2002, og túlkaði það rækilega.

Samþykkt var að rita bæjarstjórn vegna fasteignagjalda á hús í safninu sem nú eru lögð á í fyrsta sinn.

6. Lagt fram bréf, dags. 2.10.2002, frá Þorsteini Þorleifssyni sem greinir frá athugasemdum sem gestir Íþróttasafnsins hafa látið falla og úr þarf að bæta.

 Fleira ekki gert, fundi slitið

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00