Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

13. fundur 06. nóvember 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safninu að Görðum.

_____________________________________________________________

 

Til fundarins komu: Jósef H. Þorgeirsson,
 Hallfreður Vilhjálmsson,
 Sveinn Kristinsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.

_____________________________________________________________

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Fjárhagsáætlun 2003.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 og rædd rækilega.

 

2. Yfirlit rekstrar 2002.

Forstöðumanni falið að rita bæjarráði um málið.

 

3. Lagt fram bréf, dags. 26.9.2002, frá Byggðastofnun sem veitir kr. 500.000.- styrk vegna sýningar á íþróttasögu Íslands.

 

4. Lagt fram bréf, dags. október 2002, frá dr. Rory O?Hanlon, T.D., forseta írska þingsins, sem þakkar góðar móttökur í heimsókn á safnasvæðið 18. sept. s.l.

 

5. Aðsókn að safnasvæðinu til 1. nóv. 2002 var 12.650 gestir.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00