Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)
FRAMKVÆMDASTJÓRN BYGGÐASAFNS AKRANESS OG NÆRSVEITA
Ár 2003, þriðjudaginn 26. ágúst kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á safninu að Görðum.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson og Jósef H. Þorgeirsson. Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Almennt varðandi safnið.
Aðsókn hefur verið góð að söfnunum og má áætla að 20 þúsund manns hafi komið frá áramótum.
?Viðburðaveisla á Akranesi? hefur tekist vel og á sinn þátt í aukinni aðsókn og hefur mælst vel fyrir.
2. Lagt fram rekstraryfirlit miðað við 20. ágúst s.l. og það rætt ítarlega. Frekari upplýsingar verða lagðar fyrir næsta stjórnarfund.
3. Áætluðum framkvæmdum á svæðinu utan dyra er öllum lokið.
4. Starfsemi í Fróðá er komin á góðan rekspöl.
5. Innréttuð hefur verið smíðaaðstaða í viðbyggingu við Sandahúsið.
6. Upplýst að safnið á kost á að fá stúkuhúsið flutt á safnasvæðið og er það verkefni á næstu árum.
7. Von er á sérfræðingum frá Skotlandi og Flæreyjum um næstu helgi til athugunar á Kútter Sigurfara.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Jón Allansson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)