Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)
Ár 2004, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17:00 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nágrennis saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Hallfreður Vilhjálmsson.
Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður, fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Jón Allansson gerði grein fyrir gestafjölda í ár.
Á söfnin hafa komið ca. 10.000 gestir og inn á svæðið ca. 9.500 gestir til viðbótar. Gestir sem hafa greitt aðgangseyrir eru ca. 5.000.
2. Framkvæmdir á árinu 2004.
Á útisvæði: Gamall brunnur að Görðum grafinn upp og endurbættur. Bátaskýli og Hjallur fært. Svæðið hreinsað og lagfært. Gerður grjótgarður. Sæljónið er í viðgerð. Sandahúsið, Sýrupartur og kútter Sigurfari hafa verið máluð.
Íþróttasafnið: Skönnun á íþróttamyndum er langt komin og von á myndbandi. Vefsíða fyrir Íþróttasafnið verður gerð nú í september. Stúkuhúsið verður flutt í október.
3. Fjárhagsáætlun árið 2005.
Jón lagði fram fyrstu drög og útskýrði.
Drögin rædd og forstöðumanni falið að gera athugasemdir í samræmi við umræðurnar.
4. Rætt um kirkjubyggingu á safnasvæðinu.
Forstöðumanni og Jósef falið að kanna málið frekar.
5. Minnisblað Aðalsteins Hjartarsonar vegna Jónsmessuskemmtunar 2004.
Málið rætt og formanni og forstöðumanni falið að kanna málið frekar.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Jón Allansson (sign)