Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)
Ár 2005, mánudaginn 14. febrúar kl. 13:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness saman til fundar í aðalsafninu að Görðum.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Hallfreður Vilhjálmsson.
Auk þeira sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Farið var á bifreið forstöðumanns til Eyrarbakka til að skoða nýja þjónustubyggingu, Byggðasafn Árnesinga og reyndar safnið allt. Var þjónustubyggingin skoðuð mjög rækilega og upplýsingar og gögn fengin hjá forstöðumanni safnsins, Lýði Pálssyni.
Var ferðin hin fróðlegasta og síðan haldið heim og komið á Akranes kl. 18:30
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Jón Allansson (sign)
Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)