Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)
Ár 2006, mánudaginn 30. janúar kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Garðakaffi.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Hallfreður Vilhjálmsson.
Auk þeirra kom Jón Allansson forstöðumaður, til fundarins.
Þetta gerðist á fundinum:
Unnið er að endurbótum á Safnaskálanum, aðallega Garðakaffi. Málning endurnýjuð o.fl. Rætt um starfið framundan og hugmyndir um aukið starf.
2. Fyrirhugaðar framkvæmdir 2006.
Ákveðið að framlög á árinu 2006 verði a.m.k. 3,5 millj. og von er um a.m.k. 3 millj. úr opinberum sjóðum. Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir.
3. Vorferð.
Fyrirhugað er að stjórn safnsins fari í kynnisferð til Akureyrar í mars n.k.
4. Steinaríkið.
Rætt um málefni Steinaríkis.
5. Hugur og hönd.
Fyrirtækið Hugur og hönd mun hverfa af Safnasvæðinu á næstu mánuðum og verður þá ónýtt pláss í Fróðá. Samþykkt að leita eftir notendum af svæðinu.
6. Rætt um að koma upp skáp í anddyri Safnaskálans fyrir smærri sýningar er heiti ?Listamaður mánaðarins? Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdir.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Jón Allansson (sign)