Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

9. fundur 09. nóvember 2000 kl. 16:00 - 17:30
Fundur nr. 9
Dags: 9. nóv. 2000

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn fimmtud. 9. nóv. 2000
í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Þorsteinn Ragnarsson,
Ágústa Friðriksdóttir,
Pétur Ottesen.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Formaður setti fundinn.

Fyrir tekið:

Formaður setti fund.

1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2001.
Lögð fram rekstrarstaða hafnarsjóðs miðað við 10. nóv. 2000.

Hafnarstjóri kynnti áætlunina og var í framhaldi af því falið að gera á henni lítillegar breytingar. Varðandi gjaldfærða fjárfestingu, þá liggur ekki fyrir afstaða til skiptingar á fjárlögum og mun hafnarstjórn taka málið til frekari skoðunar á milli umræðna.

Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn með á orðnum breytingum.

2. Bréf Siglingastofnunar, dags. 20.10.2000, varðandi yfirlitsskýrslu um sjóvarnir.

Lagt fram.

3. Þjónustusamningur um rekstur Grundartangahafnar.


Bréf Gísla Gíslasonar bæjarstjóra, dags. 16.október 2000, þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórn Grundartangahafnar um gerð þjónustusamnings milli Akraneshafnar og Grundartangahafnar, um rekstur Grundartangahafnar.

Lagt fram.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00