Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

2. fundur 03. febrúar 2000 kl. 16:00 - 17:15
Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn fimmtud. 3. febrúar 2000 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 16:00

Mættir: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Ágústa Friðriksdóttir,
Þorsteinn Ragnarsson,
Herdís Þórðardóttir,
Pétur Ottesen.

Auk þeirra: Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður.

Formaður setti fundinn.

Fyrir tekið:

1. Smíði á lóðsbát.

1.1. Bréf Þorgeirs og Ellerts hf., dags. 31.1.2000, þar sem óskað er viðræðna á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í smíði á lóðsbát.

1.2. Tölvupóstur frá Einari Hermannssyni, dags. 31.1.2000.
Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum: Annars vegar frá Damen shippyard, upp á kr. 42.183.000.-. Því til viðbótar má áætla flutningskostnað, ca. 2.000.000.-. Afhendingartími er 18 vikur og eins árs ábyrgð er á bátnum.

Hins vegar eru tilboð frá Þorgeir & Ellert hf upp á kr. 57.912.000.- og frávikstilboð upp á kr. 51.583.000.- miðað við að annar bátur verði smíðaður samhliða. Afhendingartími er u.þ.b. 20 vikur.

Hafnarstjórn samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi tilboða að fela hafnarstjóra og yfirhafnarverði að ganga til samninga við Damen shippyard.

2. Þjónustugjaldskrá Akraneshafnar og ný gjaldskrá fyrir hafnir frá 11. janúar sl. ásamt tillögum að breytingum.

Hafnarstjórn samþykkir eftirtaldar breytingar á þjónustugjaldskrá Akraneshafnar: Gjaldskrá fyrir hafnsögu, gjaldskrá fyrir hafnarbát og leiga fyrir gámasvæði hækki um 5%. Gjaldskrá fyrir móttöku skipa, gjaldskrá fyrir hafnarvog og gjaldskrá fyrir vatnssölu hækki um 3%. Breytingarnar taki gildi 1. mars 2000.


3. Bréf bæjarritara, dags. 27.1.2000, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Björgunarfélags Akraness um lóðina nr. 3 við Faxabraut.

Þar sem að sú starfsemi sem fram á að fara í viðkomandi húsnæði samræmist ekki hugmyndum hafnarstjórnar um nýtingu á athafnasvæði hafnarinnar, samþykkir hafnarstjórn að lóðinni verði ekki úthlutað til umsækjanda.

4. Verkfundargerð no. 12: Aðalhafnargarður, styrking á brimvörn, sjóvörn við Krókalón.
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00