Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

11. fundur 29. janúar 2001 kl. 16:00 - 17:00
Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn mánud.  29. janúar 2001
í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 16:00.
 
Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Pétur Ottesen.
 
Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.
Fyrir tekið:
1. Fundargerð frá stjórn Hafnasambands sveitarfélaga frá 8. desember 2000 og 12. janúar s.l. ásamt fundargerð hafnarráðs frá 21. desember 2000.
Fundargerðirnar lagðar fram.
 
2. Bréf stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga til aðildarhafna, dags. 13.12.2000, varðandi innflutning á fiski utan ESB-landa.
Lagt fram.
 
3. Gjaldskrármál. Lagt fram bréf Hafnarsambands sveitarfélaga, dags. 16. janúar sl.  þar sem tilkynnt ósk frá síðasta ársfundi um 7% hækkun þjónustugjaldskrár frá 1. janúar sl.
Hafnarstjórn samþykkir 6% hækkun á þjónustugjaldskrá frá 1. febrúar nk. til samræmis við vísitöluhækkanir.
 
4. Endurröðun á grjóti meðfram Faxabraut.
Á fundinn mætti forstöðumaður áhaldahúss, Sigurður Þorsteinsson, lagði fram teikningar og kynnti málið.
Sigurði falið að annast framkvæmd málsins.
Sigurður vék af fundi.
 
5. Málefni Grundartangahafnar.
Málið rætt.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00