Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

13. fundur 18. apríl 2001 kl. 16:00 - 17:30
Fundur í hafnarstjórn Akraness  var haldinn miðvikud. 18. apríl 2001
 í hafnarhúsinu, Faxabraut 1 og hófst hann kl. 16:00.
 
Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir.
Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.
 
Fyrir tekið:
1. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2000.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. Skipalyftan í Lambhúsasundi.
Hafnarstjóri og formaður hafnarstjórnar gerðu grein fyrir viðræðum við forráðamenn Þorgeirs og Ellerts hf. um nauðsynlegar framkvæmdir við skipalyftuna.

3. Framkvæmdir á hafnaáætlun.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við dýpkun og stálþil við aðalhafnargarð.
 
 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00