Hafnarstjórn (2000-2004)
Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn fimmtud. 19. júlí 2001 á skrifstofu Akraneskaupstaðar við Stillholt 16-18 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Þorsteinn Ragnarsson,
Ágústa Friðriksdóttir,
Herdís Þórðardóttir,
Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig skrifaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Leiga/losun á gámum. Tilboð Gísla Jónssonar, dags. 27.6.2001.
Hafnarstjórn samþykkir að segja upp núverandi samningi um gámaþjónustu við Gámaþjónustu Akraness ehf. og felur hafnarstjóra að bjóða þjónustuna út.
2. Bréf Jóns Skafta Kristjánssonar, dags. 7.6.2001, þar sem óskað er eftir samkomulagi um starfslok.
Hafnarstjórn samþykkir starfslok Jóns Skafta og þakkar honum fyrir störf hans í þágu hafnarinnar. Hafnarstjóra falið að ljúka málinu.
3. Bréf Siglingastofnunar, dags. 29.6.2001, þar sem grein er gerð fyrir hafnaáætlun 2003-2006.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:35.