Hafnarstjórn (2000-2004)
Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn þriðjud. 2. október 2001
í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Þorsteinn Ragnarsson,
Ágústa Friðriksdóttir,
Herdís Þórðardóttir,
Elínbjörg Magnúsdóttir.
Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.
Fyrir tekið:
1. Framkvæmdaáætlun Akraneshafnar 2003-2006.
Áætlunin lögð fram, en efni hennar var samþykkt á síðasta fundi
hafnarstjórnar.
2. Dagskrá ársþings Hafnasambands sveitarfélaga ásamt fylgigögnum.
Lögð fram.
3. Erindi Sementsverksmiðjunnar varðandi lóðamál.
Formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við forstjóra Sementsverksmiðjunnar. Óskað hefur verið eftir nánari útfærslu Sementsverksmiðjunnar á erindi hennar um aukið athafnarými.
4. Umsóknir um stöðu hafnarvarðar.
Umsóknir bárust frá Eiríki Jónssyni, Valentínusi Ólafssyni og Birgi Sveinssyni. Hafnarstjórn samþykkir að ráða Eirík Jónsson í starfið.
5. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 18. sept. 2001.
Lögð fram.
6. Erindi Júlíusar Guðnasonar dags. 1.10.2001 um heimild til að sækja nám í Vélskóla Íslands.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara og gera tillögu að framkvæmd málsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15