Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

21. fundur 01. febrúar 2002 kl. 13:00 - 15:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í hafnarhúsinu við Faxabraut, föstudaginn 1. febrúar 2002 og hófst hann kl. 13:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir,
 Elínbjörg Magnúsdóttir.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:

1. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 11.1.2002.
Lögð fram.

2. Tilboð í gámaleigu ? Úttekt yfirhafnarvarðar.
Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Gámaþjónustu Akraness ehf.

3. Bréf Þorgeirs og Ellerts hf., dags. 25.1.2002, varðandi aðstöðu við Akraneshöfn.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.

4. Samstarfshópur um ný hafnarlög.
Lagt fram.

5. Fyrirhugaðar framkvæmdir á aðalhafnargarði.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

6. Bréf Siglingastofnunar, dags. 29.1.2002, varðandi endurskoðun yfirlitsskýrslu um sjóvarnir og sjóvarnaáætlun 2003-2006.
Hafnarstjóra falið að senda stofnuninni erindi um aðkallandi verkefni.

7. Samkomulag við Grundartangahöfn ? drög að minnisatriðum.
Lagt fram.

8. Bréf starfsmanna Akraneshafnar, dags. 31.1.2002, þar sem þess er farið á leit við hafnarstjórn að hún taki til endurskoðunar ákvæði um fasta yfirvinnu.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um erindið.

9. Heimsókn til Hafnarfjarðarhafnar 
Hafnarstjórn ásamt starfsmönnum hafnarinnar fór í skoðunarferð til Hafnarfjarðarhafnar.
 


Fleira ekki gert, fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00