Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

25. fundur 06. júní 2002 kl. 17:00 - 18:02

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í hafnarhúsinu, Faxabraut 1, fimmtud. 6. júní 2002 og hófst hann kl. 17:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir,
 Elínbjörg Magnúsdóttir.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Pétur Ottesen sem jafnframt ritaði fundargerð.

Guðmundur Vésteinsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir tekið:

1. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit til 30.4.2002.
Hafnarstjóri kynnti helstu kennitölur rekstrar-og framkvæmdayfirlits ársins frá 01.01.2002 til 30.04.2002.
Lagt fram.

2. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir vatnslögn á bátabryggju, starfsmannamálum og skýrði frá að leigusamningi um skipalyftuna hefði verið sagt upp.

3. Þar sem að um síðasta fund núverandi hafnarstjórnar er að ræða, þakkaði formaður stjórnarmönnum, hafnarstjóra og starfsmönnum hafnarinnar ánægjulegt samstarf á liðnu kjörtímabili. Aðrir stjórnarmenn tóku undir kveðjur formanns.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:02

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00