Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

30. fundur 06. nóvember 2002 kl. 16:00 - 17:15

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18,  miðvikudaginn 6. nóvember 2002 og hófst hann kl. 16:00.

_____________________________________________________________

 

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Valdimar Þorvaldsson,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð. 

_____________________________________________________________

 

1. Skipulagsmál.   Viðræður við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, skipulagsfulltrúa.
Farið var yfir ýmis sjónarmið varðandi stærð skipulagsreitsins og starfsemi við höfnina.  Hafnarstjóra falið að setja saman greinargerð um þau mál sem taka þarf á.

 

2. Umsóknir um starf hafnarvarðar:
Um stöðuna sóttu:
  Ármann Stefánsson,
  Birgir Sveinsson,
  Valentínus Ólason.
 Hafnarstjórn samþykkir að ráða Valentínus Ólason í starf hafnarvarðar.

 

3. Bréf Hafnarsambands sveitarfélaga, dags. 17.10.2002, þar sem þakkað er fyrir þátttöku í undirbúningi og framkvæmd hafnasambandsþings.
Lagt fram.

 

4. Samningur um dýpkun í Akraneshöfn ásamt fundargerð frá 22.10.2002.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.

 

5. Fundargerð 1. verkfundar frá 28.10.2002.
Lögð fram.

 

6. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2003.
Hafnarstjóri fór yfir drögin og gerði grein fyrir helstu fjárhagsstærðum og verkefnum.  Yfirhafnarverði falið að fara yfir einstaka rekstrarliði.  Ákveðið að taka áætlunina til umfjöllunar á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00