Hafnarstjórn (2000-2004)
Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, föstudaginn 8. ágúst 2003 og hófst hann kl. 12:00.
Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
Björn S. Lárusson,
Gunnar Sigurðsson,
Magnús Guðmundsson,
Varamaður: Eiður Ólafsson
Fyrir tekið:
1. Erindi frá bæjarráði Akraness, dags. 30.7.2003, þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Stjörnugríss hf. um lóð á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn samþykkir að mæla með því að Stjörnugrís verði úthlutað 1500 m2 lóð á fyllingu við Faxabryggju. Lagt er til að skipulags- og umhverfisnefnd taki erindið til umfjöllunar og að breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar verði gerð samhliða fyrirhugaðri breytingu á lóð við Ferjubryggju.
2. Erindi bæjarráðs Akraness, dags. 30.7.2003, varðandi kvartanir nágranna Þorgeirs og Ellerts hf. vegna málningarúða frá vinnusvæði fyrirtækisins. Afrit bréfa til Skipaþjónustu Íslands hf., Trésmiðjunnar Kjalar hf. og Skipamálningar hf. auk afrits af tölvupósti bæjarstjóra til Þorgeirs og Ellerts hf., Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og sýslumannsins á Akranesi.
Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að skýlaust verði kveðið á um í starfsleyfi þeirra aðila sem annast málningu skipa á athafnasvæði Þorgeirs og Ellerts og í Akraneshöfn að starfsemin skuli hvorki valda hættu á tjóni né óþægindum fyrir nærliggjandi byggð. Í starfsleyfunum verði einnig kveðið á um að heimilt verði að stöðva viðkomandi starfsemi ef ástæða þykir til. Hafnarstjórn samþykkir að aðilar sem sinni málningarvinnu í Akraneshöfn hafi til þess gild starfsleyfi heilbrigðiseftirlits. Þeirri áskorun er beint til Þorgeirs og Ellerts hf. að komið verði í veg fyrir að málningavinna og sambærileg starfsemi á athafnasvæði fyrirtækisins valdi tjóni eða óþægindum þeirra sem búa í nágrenninu.
3. Kostnaðaráætlun frá Ráðvís hönnun, dags. 29.7.2003, varðandi uppsetningu tenglaskápa á flotbryggju.
Vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2004.
4. Bréf Gunnars Indriðasonar, dags. 16.7.2003, ásamt gögnum um húsnæði fyrir fiskmarkað.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu og auglýsa eftir tilboðum í þá byggingu sem framlögð gögn lýsa. Einnig verði gert ráð fyrir að einkaaðilar sem hefðu áhuga á að byggja umrætt hús og eiga það, en leigja undir starfsemi fiskmarkaðar, geti gert tilboð í verkefnið.
5. Staða framkvæmda við aðalhafnargarð. Fundargerð verkfundar frá 8. júlí 2003.
Fundargerðin lögð fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
6. Staða framkvæmda á Ferjubryggju.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
7. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit hafnarsjóðs m.v. 6. ágúst 2003.
Lagt fram.
8. Önnur mál.
Rætt um hugmyndir varðandi viðlegu við Faxabryggju. Ákveðið að formaður og hafnarstjóri ræði við fulltrúa Siglingastofnunar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45