Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

45. fundur 01. desember 2003 kl. 13:06 - 13:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, mánudaginn 1. desember 2003 og hófst hann kl. 12:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Gunnar Sigurðsson,
 Björn S. Lárusson,
 Magnús Guðmundsson.
 
Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 10.11.2003, varðandi nýjar reglur um hafnarvernd.
Lagt fram.

 

2. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags.10.11.2003, varðandi kostnað hafna vegna hafnarverndar.
Lagt fram.

 

3. Bréf Siglingastofnunar, dags. 17.11.2003, varðandi tilboð í verkið "Aðalhafnargarður - þekja og lagnir"
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Þorgeir og Helga hf. í verkefnið ?Aðalhafnargarður ? þekja og lagnir?

 

4. Bréf Haraldar Böðvarssonar hf., dags. 18.11.2003, varðandi kjör fyrirtækisins hjá Akraneshöfn varðandi gjaldskrá.
Yfirhafnarverði falið að taka saman upplýsingar um aflagjalda hafna. 
Erindinu frestað til næsta fundar.

 

5. Tillaga að framkvæmdaáætlun vegna gerðar samgönguáætlunar 2005 - 2007.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur hafnarstjóra að senda áætlunina til Siglingastofnunar.

 

6. Bréf og tilboð Hönnunar hf. vegna vinnu við reglur um hafnarvernd.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að ræða við
fulltrúa Hönnunar hf. um verkefnið.

 

7. Önnur mál.
Rætt um deiliskipulag hafnarinnar og er stefnt að því að taka það fyrir á
næsta fundi.  Þá kom fram hjá yfirhafnarverði að þriðji kraninn hefur verið tekinn í notkun á Ferjubryggju.Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leita formlega eftir því við Sementsverksmiðjunna hvort til greins komi að að fá hluta af skemmu verksmiðjunnar á hafnarsvæðinu undir starfsemi fiskmarkaðar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00