Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

289. fundur 20. desember 2000 kl. 18:00 - 20:00
289. fundur íþróttanefndar haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, miðvikudaginn 20. desember 2000, klukkan 18.00.

Mættir á fundi: Jón Ævar Pálmason, Sigurður Hauksson og Ingibjörg Haraldsdóttir.
Auk þeirra: Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi og Þorvarður Magnússon, fulltrúi ÍA.


1. Opnunartími sundlauga.

Stefán reifaði tildrög málsins. Talsverðar umræður fóru fram um málið.

Íþróttanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð eftirfarandi breytingu á opnunartíma íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum, til reynslu á árinu 2001.

Núverandi opnun Tillaga
Almennir dagar
Sumar
virkir dagar 6.45 - 21 6.45 - 22
helgar 9 - 18 óbreytt
Vetur
virkir dagar 6.45 - 21 óbreytt, þreksalur til 22
helgar 9 - 18 óbreytt

Sérstakir dagar
Nýársdagur lokað

Skírdag 9 - 18 óbreytt
Föstudagurinn langi lokað óbreytt
Páskadagur lokað 9 - 18
2. páskadagur 9 - 18 óbreytt
Hvítasunnudagur lokað 9 - 18

1. maí lokað óbreytt
17. júní lokað 9 - 12

Aðfangadagur til 12.00 óbreytt
Jóladagur lokað óbreytt
2. jóladagur lokað óbreytt

Gamlársdagur til 12.00 óbreytt

Íþróttanefnd leggur tillöguna fram í tveimur liðum.
I. Lenging opnunartíma almenna opnunardaga: Íþróttamiðstöðin verði opin virka daga til klukkan 22 á sumrin og þrektækjasalurinn til klukkan 22 yfir veturna.

II. Lenging opnunartíma sérstaka frídaga: Íþróttamiðstöðin verði opin sérstaka frídaga eins og að ofan greinir.

Aukakostnaður sem hlýst af rýmri opnunartíma verði að öllu leyti fjármagnaður með auknu rekstrarfé en ekki tekinn af því fjármagni sem nú þegar hefur ráðstafað til rekstursins.

Vegna liðar II. telur Jón Ævar að nefndin hefði átt að ganga lengra og leggja til opnun á föstudeginum langa og 1. maí, kl. 9-18 báða dagana.

Íþróttafulltrúi lætur útreikninga vegna aukakostnaðar fylgja með tillögunni til bæjarráðs.


Sigurður Hauksson vék af fundi. Öðrum liðum skv. boðaðri dagskrá frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert, fundi slitið klukkan 19.30.



   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00