Íþróttanefnd (2000-2002)
287 fundur íþróttanefndar haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 14. nóvember 2000
Mættir á fundi: Ingibjörg Haraldsóttir, Jón Ævar Pálmason, Jóhanna Hallsdóttir, Sigurður Hauksson, Sigurður Haraldsson.
Auk þeirra: Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi.
Jón Ævar vill að eftirfarandi verði fært til bókar:
?Undirritaður mótmælir vinnubrögðum íþróttafulltrúa og formanns íþróttanefndar vegna síðasta fundar nefndarinnar, sem haldinn var mánudaginn 23. október sl. Íþróttafulltrúi póstlagði fundarboð samkvæmt beiðni formanns nefndarinnar föstudaginn 20. október og bárust þau fundarmönnum næsta virka dag, þ.e. fundardaginn 23. október. Í fundarboðinu kom fram að næsti fundur nefndarinnar yrði mánudaginn 30. október kl. 19:00. Það var svo tilkynnt í tölvupósti sem íþróttafulltrúi sendi hluta fundarmanna skömmu fyrir hádegi 23. október að dagsetning hefði misritast og fundur yrði haldinn seinna sama dag.
Seinni part dagsins hafði undirritaður samband við formann nefndarinnar til þess að láta í ljós andúð á ráðahagnum. Formaðurinn hélt staðfastlega við þá ákvörðun sína að fundur yrði haldinn þá um kvöldið end bæri brýn nauðsyn til þess að samþykkja ákveðnar tillögur sem fyrir fundinum lægju.
Undirritaður telur því umræddan fund ekki hafa verið löglega boðaðan og leiðréttingin á fyrra fundarboði breyti engu um. Sér í lagi á formaður nefndarinnar að leita sátta milli fulltrúa flokka sem skipa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn þegar fram koma beiðnir um slíkt. Því hlutverki brást hann að þessu sinni en tók heldur þann pól í hæðina að þröngva í gegnum nefndina tilteknu máli eða málum með skömmum fyrirvara.
Jón Ævar Pálmason?
1. Framkvæmdasamningur við Keilufélag Akranes.
Framkvæmdasamningur Bæjarráðs Akraness við Keilufélag Akraness sem þegar hefur verið samþykktur lagður fram og kynntur.
Nefndin beinir því til bæjarráðs að finna lausn á húsnæðisvanda leikfélagsins svo það tefji ekki fyrir framkvæmdum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.
2. Bréf Íþróttabandalags Akraness, dags. 29.10.2000, varðandi ráðstöfun gjalds í líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum.
Í bréfinu fer Íþróttabandalag Akraness þess á leit við Akraneskaupstað, að gjald það sem Íþróttabandalagið borgar til Akraneskaupstaðar kr. 75.- vegna hvers einstaklings sem sækir tímana Trimm 2000 verði fellt niður. Auk þess fer ÍA fram á að hærri rekstrarstryrk frá bæjarsjóði Akraness.
Lagt fram.
Nefndin telur ekki fært að fella gjaldið niður en tekur undir ákvörðun bæjarráðs að fela bæjarritara og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara.
3. Bréf frá menningamála- og safnanefnd, dags. 30.10.2000.
Bréfið er sent bæjarráði en samrit til íþróttanefndar. Lagt er til að haldið verði áfram því starfi sem hafið var á árinu 2000 með samþættingu menningar- og listaviðburða. Að auki verði unnið að því að samhæfa starfið við dagskra íþróttaviðburða á Akranesi.
Lagt fram.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.
4. Niðurstöður úr skýrslu frá Rannsóknum & greiningu um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga.
Sólveig Reynisdóttir, félagsmálastjóri, mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið og útskýrði niðurstöður könnunarinnar. Miklar umræður urðu um skýrsluna og tengd málefni og þökkuðu nefndarmenn Sólveigu kærlega fyrir innlitið að lokum.
5. Breytt reglugerð um öryggi í íþróttahúsum.
Vinnuhópur á vegum Menntamálaráðuneytisins hefur yfirfarið reglur um öryggi í íþróttahúsum.
Reglurnar lagðar fram.
Íþróttafulltrúa falið að kynna hlutaðeigandi aðilum efni nýju reglnanna og laga atriði sem nú er áfátt með.
6. Fjárhagsáætlun 2001.
Íþróttafulltrúi kynnti efni bréfs sem hann hefur nú þegar sent bæjarráði þar sem tekin er fram kostnaður vegna viðhalds íþróttamannvirkja á Akranesi fyrir árið 2001.
Nefndin hvetur bæjarráð til þess að auka fjárveitingar til viðhalds og rekstur íþróttamannvirkja á árinu 2001.
7. Önnur mál
a) Stefán greindi fá ársfundi Menntamálaráðuneytis með æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúum ríkis og sveitarfélaga 2. nóvember sl.
b) Stefán greindi frá ársfundi Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandsi sem hann sótti þann 3. nóvember sl.
c) Stefán greindi frá starfi Heilsueflingarnefndar.
Fundi slitið klukkan 22:30.