Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

285. fundur 02. október 2000 kl. 18:00 - 20:00
285. fundur íþróttanefndar haldinn í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, mánudaginn 2. október 2000, kl. 18.00.

Mættir á fundi: Jón Ævar Pálmason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurður Hauksson og Jóhanna Hallsdóttir. Auk þeirra Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi, og Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA.

1. Bréf frá Sundfélagi Akraness dags. 26.9.00 þar sem óskað er eftir að starfrækja sundskóla og ungbarnasund á sunnudögum í Bjarnalaug.

Íþróttanefnd samþykkir afnot SA af Bjarnalaug á ofangreindum tíma og íþróttafulltrúa falið að ganga frá málinu.

2. Bréf frá samtökunum ?Ungt fólk í Evrópu? (?Youth for Europe?) um ungmennaskipti á vegum Evrópusambandsins. Þar greint frá námskeiði sem haldið verður 10. október og ætlað þeim sem hafa hug á að sækja um styrk til ungmennaskiptaverkefna.
Bréfið lagt fram.

Stefáni falið að kynna öðrum aðilum sem vinna að málefnum ungmenna málið og kanna hug þeirra.

3. Gönguferð á vegum íþróttanefndar.
Íþróttafulltrúi geindi frá því að nú þegar hefði gönguferðin verið auglýst. Farið verður Hákoti, gamla skátaskálanum yfir Leirárdalinn og að Hreppslaug. Göngustjóri er Jóhannes Guðjónsson.

4. Opnunartími sundlaugar.
Stefán greinir frá því að enn vanti upplýsingar um kostnað samfara því að rýmka opnunartímann. Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

5. Fara yfir reglur um útivistatíma barna og aðgengi barna að lauginni á þeim tímum sem þau mega ekki vera á almannafæri.

Íþróttanefnd bendir á grein 1.1 í reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar þar sem börnum undir 8 ára aldri er óheimill aðgangur að sundstað nema í fylgd með 14 ára eða eldri syndum einstaklingi. Nefndin telur ekki ástæðu til þess að takmarka aðgengi barna að íþróttamannvirkjum að öðru leiti enda séu þau þar með leyfi foreldra/forráðamanna.

6. Önnur mál.
a. Fjallað um hópa og starfsmenn fyrirtækja/stofnanna sem fá aðgang að íþróttamannvirkjum sem hluta af sínum kjörum.
Nefndin samþykkir að þeir einstaklingar sem um ræðir verði að framvísa miðum eða kortum til jafns við aðra íþróttaiðkendur. Íþróttafulltrúa falið að leysa málið í samráði við forsvarsmenn þessara hópa/fyrirtækja/stofnanna.

b. Nefndarmenn reifuðu hugmyndir sínar um sölu árskorta í íþróttamiðstöðvar.
Íþróttanefnd samþykkir að heimila sölu árskorta allt árið en ekki aðeins í upphafi hvers árs eins áður hefur verið.

Fundi slitið kl. 21.35.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00