Íþróttanefnd (2000-2002)
299. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 22. maí 2001 og hófst hann kl. 20:00
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurðu Haraldsson
Fulltrúi ÍA: Sturlaugur Sturlaugsson
Íþróttafulltrúi: Stefán Már Guðmundsson
Fyrir tekið:
1. Farið yfir tillögur að breytingu á starfi íþróttafulltrúa.
Farið yfir þær tillögur sem fram hafa komið. Málin rædd. Unnið áfram í málinu.
2. Gjaldskrárbreyting á aðgangsverði íþróttamannvirkja.
Ingibjörg leggur fram bréf frá bæjarráði þar sem samþykkt hefur verið skv. beiðni frá íþróttabandalaginu um gjaldtöku í tækjasal. Samþykkt var að bætt yrði í gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar 75 krónum á hvern sem fer í tækjasalinn. Gjald þetta verði innheimt og greitt ÍA skv. uppgjöri þrisvar á ári.
Stefán Már kom með hugmynd um hækkun á gjaldskrá íþróttamann-virkjanna og er honum falið að koma með tillögu á næsta fundi.
3. Önnur mál.
Stefán Már gerði fundarmönnum grein fyrir vandræðum við bilun á öryggismyndavélum í sundlaug. Stefáni gert að senda bæjarráði greinagerð um málið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21,20
Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurður Haraldsson
Jóhanna Hallsdóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Stefán Már Guðmundsson