Íþróttanefnd (2000-2002)
310. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, miðvikudaginn 27. febrúar 2002 og hófst hann kl. 20:00
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
Sigurður Hauksson
Sævar Haukdal ritari
Sigurður Haraldsson
Jóhanna Hallsdóttir
Íþróttafulltrúi:
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson
Fyrir tekið:
Dagskrá:
1. Skipting á 2. millj.kr. Íþróttanefndar milli húsa.
Íþróttanefnd leggur til að keypt verði 6 mörk á æfingavelli vegna stóru knattspyrnumótanna og hlaupabretti í íþróttahúsið við Vesturgötu.
2. Stjórnskipulag Akraneskaupstaðar.
Íþróttanefnd ítrekar þá skoðun sína að sameina á störf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í eina stöðu því fyrirliggjandi tillaga felur í sér verulegan kostnaðarauka fyrir bæjarsjóð. Nefndin fagnar þeirri tillögu að íþróttamálin séu sett undir svið skólamála en telur að æskulýðsmálin eigi þar heima einnig.
3. Önnur mál.
Ø Reglur um húsaleigu- og æfingastyrkveitingar ræddar.
Formanni falið að gera breytingar á reglunum samkvæmt umræðum á fundinum.
Ø Bréf sem sent var íþróttafélögum innan ÍA um kostnað við þjálfun barna og unglinga. Lagt fram.
Ø Íþróttanefnd ítrekar þörf á gerfigrasvöllum á grunnskólalóðum bæjarins, sérstaklega vegna einsetningar skóla og þeim breytingum sem verða á viðverutíma barna í skólum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.45
Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
Sigurður Hauksson
Sigurður Haraldsson
Sævar Haukdal ritari
Jóhanna Hallsdóttir