Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Smiðjuvellir 9 - leiga á geymsluhúsnæði f. Byggðasafnið
1508127
Jóni Allanssyni forstöðumanni Safnasvæðisins er falið að rita bréf til leigusala þar sem fram kemur að ekki verði óskað eftir framlengingu á leigusamingi sem rennur út 31. desember 2015. Forstöðumanni jafnframt falið að skoða kosti varðandi geymsluhúsnæði til bráðabirgða í samráði við tæknideild. Áformað er að geymslur safnsins verði í framtíðinni á Safnasvæðinu.
2.Garðakaffi - rekstur
1409232
Erindi núverandi rekstaraðila Garðakaffis um framhald rekstar.
Tölvupóstur, dagsettur þann 28. ágúst 2015, frá rekstraraðilum Garðakaffis lagður fram en þar kemur fram að þær fyrirhuga ekki rekstur í vetur. Samingurinn, með möguleika á framlengingu, rennur út þann. 31. ágúst 2015.
Forstöðumanni falið að leysa málefni Garðakaffis frá 1. september 2015 þar til annað verður ákveðið.
Nefndin fjallaði um endurskoðun og hugsanlegar breytingar á opnunartíma Safnasvæðisins í vetur.
Forstöðumanni falið að leysa málefni Garðakaffis frá 1. september 2015 þar til annað verður ákveðið.
Nefndin fjallaði um endurskoðun og hugsanlegar breytingar á opnunartíma Safnasvæðisins í vetur.
3.Fjárhagsáætlun menningar- og safnanefndar 2016
1508389
Fjárhagsáætlun menningar- og safnanefndar 2016.
Forstöðumenn fóru í stuttu máli yfir áherslur og óskir b. liðs í tíma og verkáætlunar fyrir hvert safn fyrir sig.
4.Vökudagar 2015
1501398
Fjárhagsáætlun Vökudaga 2016 lögð fram.
Verkefnastjóri leggur fram drög að fjárhagsáætlun vegna Vökudaga 2015 ásamt dagskrárdrögum en hátíðin verður haldin dagana 29. október til 8. nóvember nk. Tónlistarskólinn á Akranesi fagnar 60 ára afmæli þann 4. nóvember nk. Af því tilefni leggur nefndin til að kastljósi Vökudaga í ár verið beint þangað.
Eru þeir sem hafa áhuga á að vera með dagskrárlið á Vökudögum hvattir til að hafa samband við Önnu Leif Elídóttur, verkefnastjóra í menningartengdum verkefnum í tölvupósti á netfangið anna.leif.elidottir@akranes.is.
Halldóra Jónsdóttir víkur af fundi kl. 19.50.
Guðmundur Claxton víkur af fundi kl. 20.00.
Jón Allansson víkur af fundi kl. 20.30.
Eru þeir sem hafa áhuga á að vera með dagskrárlið á Vökudögum hvattir til að hafa samband við Önnu Leif Elídóttur, verkefnastjóra í menningartengdum verkefnum í tölvupósti á netfangið anna.leif.elidottir@akranes.is.
Halldóra Jónsdóttir víkur af fundi kl. 19.50.
Guðmundur Claxton víkur af fundi kl. 20.00.
Jón Allansson víkur af fundi kl. 20.30.
5.Dúmbó og Steini - leiga á íþróttahúsi við Vesturgötu
1508026
Samþykkt bæjarráðs vegna umsóknar um leigu á íþróttahúsi við Vesturgötu lögð fram.
Menningar- og safnanefnd fagnar því að Dúmbó og Steini verði með stórdansleik þann 7. nóvmeber nk. Nefndin bendir á að æskilegt sé að viðburðir séu opnir almenningi til að flokkast sem hluti af formlegri dagskrá Vökudaga en tekur málið til efnislegrar skoðunar. Verkefnastjóra falið að koma áliti nefndarinnar til bæjarráðs.
6.Menningarverðlaun Akraness 2015
1508390
Nefndin felur verkefnastjóra að opna fyrir tilnefningar til menningarverðlauna 2015 á heimasíðunni.
Fundi slitið - kl. 21:15.