Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

19. fundur 20. október 2015 kl. 18:00 - 21:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Kristinn Pétursson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Bókasafn - fjárhagsáætlun 2016

1510104

Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður Bókasafns Akraness mætir á fundinn.
Halldóra gerir grein fyrir stöðu mála vegna rakastýringartækis í geymslur safnsins. Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að keyptur verði búnaður sem viðheldur réttu rakastigi í skjalageymslum safnsins. Rakastig í geymslum safnsins hefur mælst langt undir viðmiðum og því er brýn þörf á úrbótum. Halldóra Jónsdóttir yfirgefur fund kl. 18.20.

2.Safnasvæðið - fjárhagsáætlun 2016

1510105

Jón Allansson forstöðumaður Safnasvæðisins á Akranesi mætir á fundinn. Einnig fjallað um gjaldskrá Safnasvæðisins.
Forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum greindi frá viðhaldverkefnum á safninu. Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að viðhald fasteigna safnsins verði fært yfir til eignasjóðs Akraneskaupstaðar. Samfara því þarf að gera ráð fyrir viðgerðum á ytra birði safnahússins á fjárhagsáætlun ársins 2016.
Húsið er farið að láta mikið á sjá og þarfnast nauðsynlegs viðhalds, þ.e. sprunguviðgerðir, málun og fleira. Síðast var húsið viðgert og málað að utan á árunum 1996 til 1997.
Menningar- og safnanefnd leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá safnins frá og með 1. janúar 2016:
Fullorðnir: kr.800, öryrkjar og eldri borgarar kr. 500, frítt fyrir yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum.
Hópar 10 eða fleiri kr. 500 á mann. Leiðsögn um safnið utan dagvinnutíma kr. 10.000 aukalega. Áfram verði frítt fyrir leiðsagnir fyrir skólahópa í fylgd með kennurum. Jón Allansson víkur af fundi kl. 19.25.

3.Menningarverðlaun Akraness 2015

1508390

Menningar- og safnanefnd fjallaði um innsendar tillögur bæjarbúa um menningarverðlaun Akraness árið 2015.
Menningar og safnanefnd er einhuga um val sitt og felur verkefnastjóra að koma tilnefningunni áleiðis til bæjarráðs til staðfestingar.

4.Vökudagar 2015

1501398

Verkefnastjóri leggur fram drög að dagskrá Vökudaga 2015. Dagskráin er fjölbreytt og metnaðarfull að vanda. Dagskráin verður birt á heimasíðu akranes.is.
Verkefnastjóri menningarmála kynnti dagskrána.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00