Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Ný grunnsýning til opnunar 2019
1611147
Verkefnastjóri nýrrar grunnsýningar til opnunar á árinu 2019 fer yfir stöðu verkefnis.
Valgerður G. Halldórsdóttir, verkefnastjóri nýrrar grunnsýningar, fór í grófum dráttum yfir hugmyndir að uppbyggingu nýrrar grunnsýningar í safnahúsi.
2.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017
1703123
Farið verður yfir niðurstöður úr vinnufundum og næstu skref í stefnumótuninni.
Forstöðumaður kynnti lauslega samantekt frá stefnumótunarfundum. Nefndin mun vinna áfram að mótun stefnu málaflokksins.
3.Gullaldarlið ÍA - áskorun til bæjarstjórnar
1704074
Farið yfir erindi sem barst.
Farið var yfir erindi og forstöðumanni falið að ræða framhaldið við forystu KFÍA og ÍA.
4.Vökudagar 2017
1709053
Forstöðumaður fer yfir nýafstaðna Vökudaga.
Almenn ánægja var með framkvæmd Vökudaga í ár og þá áherslu sem var lögð á barnamenningu. Margir lögðu hönd á plóg og þakkar nefndin kærlega fyrir óeigingjarnt starf þeirra.
5.Jólatrésskemmtun á Akratorgi 2017
1711100
Forstöðumaður kynnir fyrirhugaða dagskrá við tendrun jólaljósa á Akratorgi.
Forstöðumaður kynnti fyrirhugaða dagskrá laugardaginn 2. desember kl. 16:30. Dagskráin verður með sama sniði og undanfarin ár.
6.Þrettándabrenna 2018
1711101
Forstöðumaður kynnir fyrirhugaða dagskrá við Þrettándabrennu 2018
Samþykkt.
Fundi slitið - kl. 21:00.