Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Rekstur dansskóla
1802086
Forstöðumaður kynnir móttekið erindi.
Nefndin leggur til við bæjarráð að gerður verði rekstrarsamningur við viðkomandi enda endurspegli beiðnin vel áherslur í þeirri stefnumótun sem unnið er að í menningarmálum kaupstaðarins. Forstöðumanni er falið að koma erindi þess efnis á framfæri við bæjarráð.
2.Staða verkefna í byggðasafni, bókasafni og héraðsskjalasafni - 2017
1709091
Forstöðumaður fer yfir stöðu verkefna á söfnunum.
Forstöðumaður kynnti stöðu verkefna.
3.Fyrirkomulag varðandi veitingar 2018
1802159
Forstöðumaður kynnir tillögur að fyrirkomulagi.
Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns um að ekki verði framhald á veitingarekstri í Safnaskála að svo búnu. Þess í stað verður útbúin aðstaða í safnhúsi þar sem safngestum er boðið uppá molakaffi. Forstöðumanni er falið að móta tillögu að framtíð Safnaskála með hagsmuni Byggðasafnsins að leiðarljósi í samræmi við umræður á fundinum.
4.Útilistaverk við strönd (Heimamenn 339)
1511348
Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnis.
Nefndin tók ákvörðun um að draga Akranes út úr þátttöku í verkefninu. Umfang og markmið verkefnisins eru óljós og hafa ítrekað tekið breytingum frá árinu 2015 þegar viðræður um samvinnu hófust. Nefndin þakkar listakonunum sýndan áhuga og óskar þeim velfarnaðar með framhaldið.
5.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017
1703123
Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnis og næstu skref.
Fundi slitið - kl. 20:00.