Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

60. fundur 10. september 2018 kl. 18:00 - 20:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála 2018

1711170

Unnið að fyrstu tillögum að nýjum reglum fyrir úthlutun styrkja vegna menningarverkefna.
Forstöðumanni er falið að yfirfara reglur í samræmi við umræður á fundinum. Þá er forstöðumanni jafnframt falið að fara yfir stöðu verkefna sem voru styrkt fyrr á árinu því borið hefur á því að ekki hefur orðið af verkefnum.

2.Hugmynd að þróunarstarfi á Byggðasafninu í Görðum

1808107

Erindi vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Menningar- og safnanefnd þakkar erindð. Unnið er að ýmsum verkefnum á Byggðasafninu í Görðum en ekki eru fyrirhugaðar breytingar í þessa átt.

3.Styrkumsókn vegna útgáfu geilsadisks

1808141

Innkomið erindi lagt fyrir nefndina.
Erindið var tekið fyrir. Málsaðila er bent á að opnað verður fyrir styrkumsóknir til menningarverkefna á vef Akraneskaupstaðar (www.akranes.is) 1. nóvember 2018.

4.Nordic reflections samstarfsverkefni

1808182

Forstöðumaður kynnir mögulegt samstarfsverkefni með dönskum listakonum á árinu 2019.
Forstöðumaður upplýsti nefndina um fyrirhugað samstarfsverkefni við tvær danskar listakonur. Verkefnið yrði unnið í samvinnu við heimamenn og stefnt að viðburði á 17. júní 2019.

5.Vökudagar 2018

1809052

Forstöðumaður kynnir stöðu á verkefni.
Dagskrá Vökudaga er í vinnslu. Bæjarbúar eru hvattir til að láta vita af viðburðum til forstöðumanns menningar- og safnamála eða með skilaboðum á Facebooksíðu Vökudaga.

6.Landsbyggðin og leikhús

1809061

Erindi kynnt fyrir nefndinni.
Nefndin þakkar erindið og óskar eftir fjárhagsáætlun og nánari útlistun á verkefninu.

7.Menningarverðlaun Akraness 2018

1809053

Fyrirkomulag Menningarverðlauna Akraness 2018 rætt.
Ákveðið að fyrirkomulag verði með sama sniði og undanfarin ár. Forstöðumanni falið að kalla eftir tillögum frá bæjarbúum.

8.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Forstöðumaður kynnir tillögu að verkefnavinnu út frá samþykktri Menningarstefnu.
Umræðum frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00