Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

66. fundur 18. febrúar 2019 kl. 18:00 - 22:00 í Bókasafni Akraness, Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
  • Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2019

1901344

Héraðsskjalavörður kynnir starfsemi og starfsáætlun Héraðsskjalasafns Akraness. Að því búnu kynnir bæjarbókavörður starfsemi og starfsáætlun Bókasafns Akraness. Að lokum kynnir forstöðumaður menningar- og safnanefndar drög að starfsáætlun menningar- og safnamála.
Héraðsskjalvörður tók sæti á fundinum og sýndi nefndarmönnum aðstöðu safnsins og kynnti helstu verkefni ársins. Héraðsskjalavörður víkur af fundi kl. 18:45.
Forstöðumaður menningar- og safnamála kynnti drög að starfsáætlun málaflokksins. Forstöðumanni falið að klára vinnu við starfsáætlun og kynna lokaútgáfu á næsta fundi nefndarinnar.
Ákvörðun um tímasetningu á Vökudögum verður tekin þegar dagsetningar á vetrarfríi grunnskólanna liggur fyrir.
Bæjarbókavörður tók sæti á fundinum kl. 19:15. Hún kynnti starfsemi bókasafns og fór yfir starfsaðstæður á safninu. Nefndin hefur áhyggjur af stöðu mála. Ráðgert er að málefni safnsins verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarbókavörður vék af fundi 20:50.
Nefndin þakkar héraðsskjalaverði og bæjarbókaverði kærlega fyrir greinargóðar kynningar og góðar umræður.

2.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Forstöðumaður fer yfir stöðu verkefna Menningarstefnu Akraness.
Máli frestað til næsta fundar.

3.Bíóhöllin - samningur 2019

1902094

Forstöðumaður stýrir umræðu um samning um rekstur Bíóhallarinnar.
Málefnið var rætt og forstöðumanni falið að boða núverandi leigutaka á fund nefndarinnar til að ræða framtíðaráætlanir.

4.Starf - Umsjónaraðili viðburða 2019

1902021

Forstöðumaður kynnir umsóknir sem bárust.
Forstöðumaður kynnti umsóknir og er falið að ræða við alla umsækjendur og ganga frá ráðningu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00