Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Byggðasafnið í Görðum - ársreikningur 2018
1904003
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar leggur fram ársreikning Byggðasafnsins í Görðum fyrir árið 2018 til samþykktar.
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar kynnti ársreikning Byggðasafnsins í Görðum og svaraði fyrirspurnum. Ársreikningurinn samþykktur. Fjármálastjóri yfirgaf fundinn.
2.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2019
1901344
Forstöðumaður leggur fram tillögu að starfsáætlun málaflokksins 2019 til samþykktar.
Forstöðumaður kynnti tillögu að starfsáætlun málaflokksins 2019 og svaraði spurningum nefndarmanna. Starfsáætlun samþykkt.
3.Írski steinninn
1609062
Forstöðumaður leggur fram mat á viðgerðum á Írska steininum.
Forstöðumanni falið að leita möguleika varðandi styrkveitingar í viðgerðir á steininum.
4.Viðgerðir á listaverkinu Hnöttur
1903270
Forstöðumaður leggur fram mat á viðgerðum á listaverkinu Höttur.
Nefndin felur forstöðumanni að rita bréf til bæjarráðs þar sem óskað verði eftir að verkið verði lagfært og komið fyrir á nýjum stað utan leiksvæðis leikskólabarna.
5.Sólmundarhöfði 2 - Árnahús
1804113
Erindi kynnt fyrir nefndinni.
Erindi lagt fram.
6.Umsókn um styrk - Kvikmyndaframleiðsla - hvernig á að vera klassadrusla
1903264
Erindi kynnt fyrir nefndinni.
Nefndinni finnst verkefnið áhugavert, fagnar frumkvæðinu og áhuga viðkomandi á upptökum á svæðinu. Þar sem styrkúthlutun til menningarverkefna fyrir árið 2019 er lokið getur nefndin ekki orðið við styrkbeiðninni en bendir á að opnað verður fyrir styrki fyrir árið 2020 í nóvember 2019 og að jafnframt sé hægt að sækja um styrki til Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fyrir árið 2020.
7.Bæjarlistamaður Akraness 2019
1903317
Forstöðumaður leggur fram tillögu um að óska skuli eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Akraness 2019 eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Tillaga samþykkt.
8.17. júní 2019
1901347
Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnis.
Forstöðumaðu kynnti stöðu verkefnisins.
Fundi slitið - kl. 21:00.