Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Málefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns
1908216
Bæjarbókavörður og Héraðsskjalavörður kynna ársskýrslur fyrir 2018. Rætt verður um geymslumál sem og sýningaraðstöðu.
2.Listaverk í eigu Akraneskaupstaðar
1909094
Héraðsskjalavörður leggur fram minnisblað um listaverk í eigu Akraneskaupstaðar.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Héraðsskjalavörður, kynnti minnisblað varðandi listaverkaeign Akraneskaupstaðar. Nefndin þakkar Gerði fyrir þarft og gott innlegg. Nefndin hefur skilgreint ákveðin verkefni sem skulu unnin til að framfylgja menningarstefnu sem var samþykkt á árinu 2018 og er verkefnið "Semja verklagsreglur varðandi listaverkaeign" eitt þeirra verkefna sem verður unnið.
Gerður vék af fundi.
Gerður vék af fundi.
3.Bókasafn framtíðarinnar
1901099
Ásta Þöll Gylfadóttir, ráðgjafi frá Advania kynnir niðurstöður frá vinnustofum sem haldnar voru 20. og 22. maí sl. fyrir menningar- og safnanefnd og bæjarfulltrúum.
Ásta Þöll Gylfadóttir kynnti niðurstöður frá vinnustofunum. Í kjölfarið var rætt um efnið sem var sett fram. Menningar- og safnanefnd falið að móta tillögu um bókasafnið framtíðarinnar út frá niðurstöðunum og leggja fyrir bæjarráð.
Fundi slitið - kl. 21:30.
Halldóra vék af fundi.