Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

75. fundur 17. september 2019 kl. 18:00 - 21:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Málefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns

1908216

Bæjarbókavörður og Héraðsskjalavörður kynna ársskýrslur fyrir 2018. Rætt verður um geymslumál sem og sýningaraðstöðu.
Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður, kynnti ársskýrslu fyrir árið 2018. Í kjölfarið kynnti Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, ársskýrslu Héraðsskjalasafns 2018. Að því búnu voru geymslumál og sýningarmál safnanna til umræðu. Nefndin þakkar Halldóru og Gerði fyrir greinargóða yfirferð og lýsir jafnframt áhyggjum á yfirvofandi skorti á geymslurými safnanna. Forstöðumanni falið að afla gagna um geymsluþörf safna Akraneskaupstaðar og útbúa þarfagreiningu til kynningar fyrir menningar- og safnanefnd.
Halldóra vék af fundi.

2.Listaverk í eigu Akraneskaupstaðar

1909094

Héraðsskjalavörður leggur fram minnisblað um listaverk í eigu Akraneskaupstaðar.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Héraðsskjalavörður, kynnti minnisblað varðandi listaverkaeign Akraneskaupstaðar. Nefndin þakkar Gerði fyrir þarft og gott innlegg. Nefndin hefur skilgreint ákveðin verkefni sem skulu unnin til að framfylgja menningarstefnu sem var samþykkt á árinu 2018 og er verkefnið "Semja verklagsreglur varðandi listaverkaeign" eitt þeirra verkefna sem verður unnið.
Gerður vék af fundi.

3.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Ásta Þöll Gylfadóttir, ráðgjafi frá Advania kynnir niðurstöður frá vinnustofum sem haldnar voru 20. og 22. maí sl. fyrir menningar- og safnanefnd og bæjarfulltrúum.
Ásta Þöll Gylfadóttir kynnti niðurstöður frá vinnustofunum. Í kjölfarið var rætt um efnið sem var sett fram. Menningar- og safnanefnd falið að móta tillögu um bókasafnið framtíðarinnar út frá niðurstöðunum og leggja fyrir bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00