Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

82. fundur 02. mars 2020 kl. 18:00 - 20:50 í Hofi, fundarherbergi á 3. hæð í Stjórnsýsluhúsi
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdótti forstöðumaður menningar- og safnanefndar
Dagskrá

1.Ársskýrsla Bókasafns Akraness 2019

2002438

Bæjarbókavörður kynnir ársskýrslu Bókasafns Akraness 2019.
Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður tók sæti á fundinum og kynnti ársskýrslu bókasafnsins 2019. Bæjarbókavörður telur brýnt að staða staðgengils bæjarbókavarðar verði tekin upp sem fyrst vegna aukins álags og umsvifa í starfsemi safnsins.
Nefndin óskar eftir, frá bæjarbókaverði, samanburði á starfsemi bókasafna í öðrum bæjarfélögum af svipaðri stærð og Akranes, með sérstakri áherslu á stöðugildi og starfssvið.
Bæjarbókavörður víkur af fundi.
Nefndin þakkar bæjarbókaverði fyrir greinargóða yfirferð og góðar umræður. Nefndin lýsir jafnframt ánægju sinni með gott starf á bókasafninu og greinilegt er að starfið einkennist af áherslum í framtíðarsýn safnsins.

2.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Akraness 2019

2002439

Forstöðumaður leggur fram ársskýrslu Héraðsskjalasafns Akrness.
Forstöðumaður kynnti ársskýrslu héraðsskjalasafns.
Nefndin þakkar Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur kærlega fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

3.Héraðsskjalasafn Akraness - úrbótaáætlun

1912047

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnisins.
Forstöðumaður vinnur áfram að verkefninu með bæjarstjóra skv. ákvörðun bæjarráðs með fullum stuðningi nefndarinnar.

4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Forstöðumaður kynnir stöðu Vetrardaga á Akranesi. Jafnframt verður tillaga að fyrirhugaðri barnamenningarhátíð kynnt ásamt hugmyndum um opinn fund fyrir áhugasama íbúa.
Forstöðumanni falið að vinna áfram að Vetrardögum á Akranesi og fyrirhugaðri barnamennigarhátíð. Forstöðumanni jafnframt falið að vinna að opnum fundi um málefni menningar og viðburða á Akranesi með áherslu á barnamenningu sem skal fara fram miðvikudaginn 18. mars kl. 18-21.

Fundi slitið - kl. 20:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00