Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Ársskýrsla Bókasafns Akraness 2019
2002438
Bæjarbókavörður kynnir ársskýrslu Bókasafns Akraness 2019.
2.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Akraness 2019
2002439
Forstöðumaður leggur fram ársskýrslu Héraðsskjalasafns Akrness.
Forstöðumaður kynnti ársskýrslu héraðsskjalasafns.
Nefndin þakkar Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur kærlega fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Nefndin þakkar Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur kærlega fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
3.Héraðsskjalasafn Akraness - úrbótaáætlun
1912047
Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnisins.
Forstöðumaður vinnur áfram að verkefninu með bæjarstjóra skv. ákvörðun bæjarráðs með fullum stuðningi nefndarinnar.
4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020
2001074
Forstöðumaður kynnir stöðu Vetrardaga á Akranesi. Jafnframt verður tillaga að fyrirhugaðri barnamenningarhátíð kynnt ásamt hugmyndum um opinn fund fyrir áhugasama íbúa.
Forstöðumanni falið að vinna áfram að Vetrardögum á Akranesi og fyrirhugaðri barnamennigarhátíð. Forstöðumanni jafnframt falið að vinna að opnum fundi um málefni menningar og viðburða á Akranesi með áherslu á barnamenningu sem skal fara fram miðvikudaginn 18. mars kl. 18-21.
Fundi slitið - kl. 20:50.
Nefndin óskar eftir, frá bæjarbókaverði, samanburði á starfsemi bókasafna í öðrum bæjarfélögum af svipaðri stærð og Akranes, með sérstakri áherslu á stöðugildi og starfssvið.
Bæjarbókavörður víkur af fundi.
Nefndin þakkar bæjarbókaverði fyrir greinargóða yfirferð og góðar umræður. Nefndin lýsir jafnframt ánægju sinni með gott starf á bókasafninu og greinilegt er að starfið einkennist af áherslum í framtíðarsýn safnsins.