Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Málefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns
1908216
Bæjarbókavörður kynnir eigin samantekt sem var unnin út frá umræðum á fundi nefndarinnar 17. febrúar 2020.
Nefndin þakkar Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði fyrir samantektina og tekur heilshugar undir þær áherslur sem komu fram í máli hennar. Forstöðumanni falið að vinna að skilgreiningu starfa í samræmi við þá sýn sem var unnin um framtíðar bókasafnið með starfsmönnum safnsins, nefndinni og íbúum á árinu 2019. Tillaga að starfaskilgreiningum skal vera tilbúin fyrir fund nefndarinnar í september.
2.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum 2019 og 2020
1908220
Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna á Byggðasafninu í Görðum.
Forstöðumaður kynnti stöðu verkefna. Nefndin samþykkir að fresta sumaropnun safnsins til 2. júní vegna tafa sem hafa orðið vegna óviðráðanlegra orsaka.
3.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020
2001074
Forstöðumaður leggur til að fallið verði frá hátíðahöldum á Sjómannadegi og 17. júní 2020 vegna eftirfarandi sem kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis til Heilbrigðisráðherra dags. 21.4.2020:
"Lagt er til að frekari aflétting samkomutakmarkana verði íhuguð 3-4 vikum eftir 4. maí 2020 og verði þá stefnt að 100 manna fjöldatakmörkunum..."
Á þessum tímapunkti er ekki vitað frekar um næstu skref í ráðleggingum sóttvarnarlæknis og því erfitt að meta aðstæður fyrir fyrstu helgina í júlí þegar Írskir dagar eru á dagskrá. Forstöðumaður stýrir umræðum um næstu skref varðandi hátíðahöldin.
"Lagt er til að frekari aflétting samkomutakmarkana verði íhuguð 3-4 vikum eftir 4. maí 2020 og verði þá stefnt að 100 manna fjöldatakmörkunum..."
Á þessum tímapunkti er ekki vitað frekar um næstu skref í ráðleggingum sóttvarnarlæknis og því erfitt að meta aðstæður fyrir fyrstu helgina í júlí þegar Írskir dagar eru á dagskrá. Forstöðumaður stýrir umræðum um næstu skref varðandi hátíðahöldin.
Í ljósi aðstæðna leggur nefndin til að engin hefðbundin hátíðahöld verði á Sjómannadaginn né 17. júní þar sem fólki skuli ekki stefnt saman. Lagt verður upp með óhefðbundna dagskrá sem verður kynnt betur síðar.
Jafnframt leggur nefndin til að fólki verði ekki stefnt saman á Akranesi á Írskum dögum en unnið verði að því að tengja fólk saman með einum eða öðrum hætti. Allar upplýsingar um viðburðahald verða kynntar á skagalif.is um leið og þær liggja fyrir.
Jafnframt leggur nefndin til að fólki verði ekki stefnt saman á Akranesi á Írskum dögum en unnið verði að því að tengja fólk saman með einum eða öðrum hætti. Allar upplýsingar um viðburðahald verða kynntar á skagalif.is um leið og þær liggja fyrir.
4.Bæjarlistamaður Akraness 2020
2004225
Forstöðumaður leggur fram tillögu um að óska skuli eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Akraness 2020 eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Tillaga samþykkt.
5.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19 - Menningarmál
2004224
Forstöðumaður stýrir umræðum um næstu skref varðandi útfærslu á aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu við Covid-19 sem nefndinni er falið að framkvæma:
- Aukið fjármagn til viðburðarhalds í menningarmálum. Samtals kr. 3.000.000.
- Aukið fjármagn i styrktarsjóð menningarmála. Samtals kr. 1.500.000.
- Aukið fjármagn til viðburðarhalds í menningarmálum. Samtals kr. 3.000.000.
- Aukið fjármagn i styrktarsjóð menningarmála. Samtals kr. 1.500.000.
Forstöðumanni falið að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna.
Fundi slitið - kl. 19:05.