Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

88. fundur 05. október 2020 kl. 17:00 - 20:10 í Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnanefndar
Dagskrá

1.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum 2019 og 2020

1908220

Forstöðumaður leiðir nefndina um nýja grunnsýningu Byggðasafnsins í Görðum.
Nefndin lýsir ánægju sinni með útkomu nýrrar grunnsýningar safnsins og vonar að safnið geti opnað með eðlilegum hætti sem fyrst. Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun ársins 2021 og breyttar áherslur í starfi safnsins. Forstöðumanni falið að vinna að málum í samræmi við umræður á fundinum.

2.Bókasafn - starfsdagur

2009072

Erindi bæjarbókavarðar um starfsdag fyrir starfsfólk safnins.
Nefndin telur að verða eigi við ósk bæjarbókavarðar um að Bókasafn Akraness hafi framvegis leyfi til að halda einn starfsdag á ári enda brýnt að starfsfólki safnins gefist ráðrúm til að skipuleggja það metnaðarfulla starf sem þar fer fram. Lokunin skal vera vel auglýst ár hvert.

3.Málefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns

1908216

Forstöðumaður leggur fram minnisblað bæjarbókavarðar
Nefndin vill fyrir alla muni að starfsemi Bókasafns Akraness sé framsækin og einn liður í því er aukin áhersla á margskonar þátttöku íbúa og áreiðanlega þjónustu. Nefndin tekur undir með bæjarbókaverði um að þörf sé á skilgreindu starfi við safnið sem hægt er að fela auknar skyldur og ábyrgð með tilheyrandi menntun sem sæmræmist þörfum safnsins. Í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021 leggur nefndin því áherslu á að einu starfi við safnið verði breytt í samræmi við fyrrgreint.

4.Gullaldarlið ÍA - áskorun til bæjarstjórnar

2010003

Innsent erindi lagt fram að nýju.
Nefndin leggur til að málshafandi aðili, Gunnar Sigurðsson, taki að sér að koma með tillögu að útfærslu og fjármögnun brjóstmyndar af Ríkharði Jónssyni, eins heiðursborgara Akraness, í samráði við aðstandendur Ríkharðs.

5.Menningarverðlaun Akraness 2020

2005056

Forstöðumaður leggur fram lista yfir ábendingar til Menningarverðlauna Akraness 2020 sem bárust í gegnum vefinn akranes.is.
Forstöðumanni falið að koma tillögu nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.

6.Vökudagar 2020

2009075

Forstöðumaður leggur fram drög að dagskrá Vökudaga 2020.
Nefndin ákvað að Vökudagar skulu fara fram 29. október til 8. nóvember en dagskrá hátíðarinnar mun taka mið af þeim tilmælum sem sóttvarnaryfirvöld setja hverju sinni. Nefndin hvetur íbúa til að virkja ímyndunaraflið og sköpunargleðina og standa fyrir viðburðum sem samræmast sóttvarnarreglum.

7.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Forstöðumaður leggur fram tillögur um úrlausn vegna verkefa sem hlutu styrkloforð hjá kaupstaðnum en verður ekki unnt að framkvæma sökum aðstæðna í þjóðfélaginu af völdum Covid-19.
Nefndin óskar eftir heimild bæjarráðs til að fresta útgreiðslu styrkja vegna menningarverkefna sem ekki verður unnt að framkvæma á árinu 2020 til ársins 2021 óski umsækjendur eftir slíku.

Til vara er óskað eftir heimild bæjarráðs til útgreiðslu styrkja vegna menningarverkefna sem ekki verður unnt að framkvæma á árinu 2020 fyrir lok árs 2020 í góðri trú um að styrkþegi muni framkvæma verkefnið svo fljótt sem aðstæður leyfa óski umsækjendur eftir slíku.

Fundi slitið - kl. 20:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00