Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

90. fundur 17. desember 2020 kl. 17:15 - 19:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar-og safnamála
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2021

2012201

Forstöðumaður stýrir umræðum um starfsáætlun menningarmála 2021.
Forstöðumaður fór yfir drög að starfsáætlun fyrir hátíðahöld 2021 og kynnti lauslega fjárheimildir ársins. Sædís Alexía verkefnastjóri fór lauslega yfir breytingar sem eru framundan á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
Jónella Sigurjónsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar yfirgefur fundinn.

2.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Forstöðumaður kynnir stöðu á menningarverkefnum sem hlutu styrkloforð á árinu.
Farið var yfir stöðu verkefna og forstöðumanni falið að ganga frá útgreiðslu styrkja í samræmi við umræður á fundinum.

3.Listaverkakaup

2011272

Forstöðumaður leggur fram gögn fyrir nefndina.
Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og tók ákvörðun um kaup á sex listaverkum frá starfandi listamönnum á Akranesi sem tóku þátt í Vökudögum.

4.Listsköpun ungmenna- aðstaða og aðbúnaður ungra listamanna- Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

2011152

Framsögur frá 19. fundi bæjarstjórnar unga fólksins 17. nóvember sl. lagðar fram.
Nefndin þakkar Ísaki Emil og Helga Rafni fyrir áhugaverð erindi. Nefndin hefur fullan hug á því að auka samtal við ungt fólk og vinna saman að lausnum.

5.Akratorg- miðpunktur mannlífs og menningarviðburða- heildarbragur með hliðsjón af umferðarhraða og aðbúnaði- Bæjarstjórn unga fólksins

2011151

Framsaga frá 19. fundi bæjarstjórnar unga fólksins 17. nóvember sl. lögð fram.
Nefndin þakkar Gylfa fyrir áhugavert erindi og tekur vel í tillögu hans þess efnis að ungmenni komi að skipulagningu viðburða á vegum kaupstaðarins.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00