Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Viðburðir 2021
2105198
Fríða Kristín Magnúsdóttir viðburðastjóri hjá Akraneskaupstaðar kynnir fyrir menningar- og safnanefnd viðburðahald framundan í sumar, þ.e. dagskrá sjómannadagsins þann 6. júní, 17. júní og Írskra daga 1. til 4. júlí.
Menningar- og safnanefnd þakkar Fríðu fyrir góða kynningu á fyrirhuguðum viðburðum í sumar. Nefndin er mjög ánægð með það sem framundan er.
2.Bæjarlistamaður Akraness 2021
2104123
Menningar- og safnanefnd ákvað á fundi sínum þann 15. apríl sl. að opna fyrir rafrænar tilnefningar frá íbúum um bæjarlistamanna Akraness fyrir árið 2021.
Alls bárust 37 tilnefningar.
Alls bárust 37 tilnefningar.
Menningar- og safnanefnd vísar tilnefningu sinni um bæjarlistamann Akraness 2021 til bæjarráðs.
3.Styrkir til menningar- og íþróttamála
2012219
Styrkumsókn Körfuknattleiksfélags Akraness í styrktarsjóð menningar- og safnamála fyrir árið 2021 misfórst milli sjóða menningarmála og íþróttamála og er því óafgreidd.
Umsóknin er lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.
Umsóknin er lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.
Menningar- og safnanefnd getur ekki orðið við umsókn félagsins að svo stöddu.
Félaginu er bent á að efna til samstarf við Héraðsskjalasafn og Ljósmyndasafn Akraness varðandi einstaka verkþætti eins og skönnun og leit ljósmynda og aðrar sögulegar heimildir.
Félaginu er bent á að efna til samstarf við Héraðsskjalasafn og Ljósmyndasafn Akraness varðandi einstaka verkþætti eins og skönnun og leit ljósmynda og aðrar sögulegar heimildir.
4.Umsókn um styrk vegna listasmiðju
2106014
Styrkbeiðni Ernu Hafnes og Sigrúnar Þorbergsdóttur um skapandi listsmiðjur sem þær ætla að standa fyrir í júní og tengja við írska daga.
Menningar- og safnanefnd fagnar þessu frumkvæði og samþykkir fjárveitingu til verkefnisins að upphæð kr. 150.000.
Fundi slitið - kl. 20:15.