Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

98. fundur 21. september 2021 kl. 18:15 - 21:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum

2102119

Skrifstofustjóri kynnir stöðu helstu verkefna á Byggðasafninu í Görðum.

Jónella Sigurjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Heimsóknum á Byggðasafnið hefur fjölgað á milli ára og heimsóttu rúmlega 2000 manns safnið í sumar. Nýr ratleikur safnsins vakti sérstaka ánægju meðal yngri kynslóðarinnar.

Vetraropnun tók við á safninu 16. september síðastliðinn og er nú einungis opið fyrir hópa sem bóka sig sérstaklega. Í vetur hafa m.a. 23 hópar bókað sig erlendis frá.

Menningar- og safnanefnd ræddi undir þessum lið um að mikilvægt er að stíga í þá vegferð að móta framtíðarsýn svæðisins og heildarmynd. Verður það áhersla nefndarinnar fyrir komandi ár.

2.Viðburðir 2021

2105198

Yfirferð á stöðu viðburðahalds fyrir árið 2021.
Skrifstofustjóri fór yfir með nefndinni stöðuna eftir viðburðarhald sumarsins. Nefndin er heilt yfir ánægð með hvernig staðið var að viðburðum í ár og vill um leið þakka Fríðu Kristínu Magnúsdóttur fyrir hennar aðkomu að undirbúningi og framkvæmd þeirra.

Nefndin fór yfir fjárveitingar og kostnað við verkefnastjórnun viðburða og felur skrifstofustjóra að koma á framfæri erindi nefndarinnar til bæjarráðs samkvæmt umræðum á fundinum vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022.

Menningarhátíðin Vökudagar verður haldin daganna 28. október til 7. nóvember næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er farin að taka á sig mynd og þeir sem vilja taka þátt geta haft samband með tölvupósti á netfangið mannlif@akranes.is. Sérstök áhersla verður lögð á barnamenningu og heilsu í ár. Nefndin mun opna fyrir umsóknir fyrir styrki sem styðja við áherslur nefndarinnar á Vökudögum.

3.Menningarverðlaun Akraness 2021

2109161

Menningarverðlaun Akraness fyrir árið 2021 verða veitt í fimmtánda skiptið á Vökudögum í ár.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að opna fyrir tillögur um menningarverðlaun Akraness fyrir árið 2021.

4.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Umræða um fyrstu skref í undirbúningi að 80 ára kaupstaða afmæli Akraneskaupstaðar þann 1. janúar 2022.
Málið rætt og frestað til næsta fundar.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti að fundi loknum.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00