Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

113. fundur 23. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:52 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Viðburðir 2022 og fjárhagsáætlun 2023

2202101

Fjárveitingar vegna viðburðarhalds á árinu 2022 og yfirferð um fjárhagsáætlun 2023.
Menningar- og safnanefnd telur mikilvægt að gert verði ráð fyrir fjármagni til ráðningar sérstaks viðburðastjóra og lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun bæjarstjórnar að fella þann lið út í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.

Menningar- og safnanefnd óskar eftir fjárveitingu til að ráða inn viðburðarstjóra vegna Írskra daga og að fjárveitingin verði að lágmarki 1.500.000.

Samþykkt 6:0

Guðjón Þór Grétarsson víkur af fundi.

2.Skaginn syngur inn jólin

2111115

Skaginn syngur inn jólin - beiðni um styrk.
Sigrún Ágústa Helgudóttir tekur sæti á fundinum og er einnig viðstödd afgreiðslu fundarliða nr. 3. og nr. 4.
Menningar- og safnanefnd hefur ekki forsendur til að ganga til samninga vegna ársins 2023 fyrr en að lokinni samþykkt fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar sem verður á bæjarstjórnarfundi þann 13. desember næstkomandi.

Afgreiðslu málsins er frestað til fyrsta fundar menningar- og safnanefndar á nýju ári.

Samþykkt 5:0

3.Jólagleði í Garðalundi (jólaævintýri)

1910065

Verkefnastjórar leggja fram dagskrá og kostnaðaráætlun hátíðarinnar til samþykktar.
Menningar- og safnanefnd samþykkir fyrirliggjandi dagskrártillögu og kostnaðaráætlun.

Samþykkt 5:0

4.80 ára Akraneskaupstaðar - afmælisnefnd

2102138

Staða verkefnis, kostnaðaráætlun og næstu skref.
Menningar- og safnanefnd þakkar Erni Smára Gíslasyni hönnuði og Ólafi Páli Gunnarssyni ráðgjafa fyrir þeirra vinnu vegna fyrirliggjandi hugmyndar að leturvirki á Breið. Hugmyndin samræmist ekki hönnun Breiðarsvæðisins og verður verkið því ekki framkvæmt. Hugmyndin gæti nýst á síðari stigum á öðru svæði á Akranesi og af öðru tilefni ótengt hlutverki menningar- og safnanefndar eða afmælisári Akraneskaupstaðar.

Menningar- og safnanefnd hyggst nýta það fjármagn sem eftir er til ráðstöfunar vegna afmælishátíðarinnar til kaupa á leiktæki sem nýst gæti börnum á Akranesi.

Menningar- og safnanefnd leggur til að garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar verði falin útfærsla hugmyndarinnar að höfðu samráði við skipulags- og umhverfissvið og sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs.

Samþykkt 5:0

Jón Arnar Sverrisson víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 19:52.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00