Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

114. fundur 19. desember 2022 kl. 17:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigrún Ágústa Helgudóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - umsókn um menningartengdan styrk vegna leiksýningar

2212092

Umsókn nemenda í Grundaskóla um mennningartengdann styrk vegna leiksýningar.
Umóknin fellur undir menningartengd verkefni á árinu 2023 og verður afgreidd í tengslum við þá úthlutun.

Samþykkt 5:0

2.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2023

2212093

Endurskoðun á reglum og fyrirkomulag umsóknarferlis.
Menningar- og safnanefnd fjallaði um reglur vegna styrkumsókna á sviði menningarmála, breytingartillögum vísað til skóla- og frístundaráðs.

Menningar- og safnanefnd leggur til að opnað verði fyrir umsóknir vegna menningartengdra verkefna á árinu 2023 og felur verkefnastjóra úrvinnslu málsins.

Samþykkt 5:0

3.Starfsemi bókasafnsins á Akranesi

2105144

Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður lætur af störfum að eigin ósk vegna aldurs um áramótin.
Menningar- og safnanefnd færir Halldóru bæjarbókaverði kærar þakkir fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til menningar- og safnamála á Akranesi. Nefndin óskar henni jafnframt velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00