Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

125. fundur 11. september 2023 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Bókasafn Akraness - Beiðni um lengra vetrarstarf

2309078

Ingibjörg Ösp bæjarbókavörður leggur til lengingu opnunartíma safnsins yfir vetrartímann.
Ingibjörg Ösp Bæjarbókavörður tekur sæti á fundinum.

Menningar- og safnanefnd tekur heilshugar undir tillögur Bókasafnsstjóra um lengingu vetraropnunnar. Á laugardögum eru fjölskyldudagar og hafa þeir verið vel sóttir. Nefndin telur starfið vera mikilvæg viðbót við afþreyingu fyrir fjölskyldur bæjarins um helgar.

Nefndin mun óska eftir því í fjárhagsáætlanargerð 2024 að vetraropnun verði 1.sept til 15.maí.

Samþykkt 5:0

2.Bókasafn Akraness - Gjald inn á viðburði á safninu.

2309079

Ingibjörg Ösp óskar eftir velyrði fyrir því að rukka inn á staka viðburði hjá Bókasafni Akraness.



Til umræðu er viðburður á Vökudögum 2023
Menningar- og safnanefnd tekur jákvætt í óskir Ingibjargar Aspar um heimild til þess að rukka inn á einstaka viðburði á Bókasafni Akraness.

Aðgangseyri verður stillt í hóf og eingöngu ætlað að standa undir kostnaði við viðburðahald.

Samþykkt 5:0

3.Bókasafn - Starfsdagur

2309059

Bókasafn Akraness óskar eftir leyfi til þess að loka Bókasafninu fimmtudaginn 21.september vegna starfsdags, starfsfólks safnsins mun sækja landsfund Upplýsingar. Undanfarin ár hefur dagurinn verið nýttur í djúpþrif á safninu.
Menningar- og safnanefnd samþykkir beiðni Ingibjargar Aspar um lokun Bókasafnsins vegna starfsdags fimmtudaginn 21. september.

Ingibjörg Ösp yfirgefur fundinn.

4.Byggðasafnið - Ratleikur

2309087

Menningar- og safnanefnd fær stutta kynningu á ratleik sem starfsmaður Byggðarsafns hefur samið. Framhald og fyrirkomulag rætt.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra kynningu á þessari spennandi nýjung á safninu.

5.Menningarverðlaun Akraness 2023

2308114

Menningar- og safnanefnd fer í gegnum tilnefningar til Menningarverðlauna 2023.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir fjölda tilnefninga, þær hafa sjaldan verið jafn fjölbreyttar og frambærilegar. Nefndin leggur til við Bæjarráð að verðlaunin verði veitt á setningu Vökudaga líkt og undanfarin ár.

Verkefnastjóra er falið að koma niðurstöðu nefndarinnar á framfæri við Bæjarráð.

Samþykkt 5:0

6.Vökudagar 2023

2308116

Verkefnastjóri fer yfir stöðuna á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 26. okt - 5. nóvember.
Menningar- og safnanefnd þakkar kynningu á drögum af dagskrá Vökudaga 2023 sem haldin verður dagana 26. okt - 5. nóv. Nefndin hvetur bæjarbúa til virkrar þátttöku í viðburðarhaldi og að njóta þess sem boðið verður upp á. Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00