Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 - A hluti
2403212
Ársreikningur Byggðasafnsins Í Görðum vegna ársins 2023.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
2.Íþróttasafn Íslands - geymsla muna
2303088
Verkefnastjóri fer yfir stöðuna á pökkun Íþróttasafnsins
Nefndin þakkar verkefnastjóra fyrir uppfærslu á stöðu pökkunar Íþróttasafnsins á Byggðarsafninu í Görðum og fagnar því að verkefnið sé komið langt á leið.
3.Lokun vegna framkvæmda fyrir sumaropnun Byggðasafnsins í Görðum
24042219
Byggðasafnið óskar eftir lokun á safninu 13. og 20. apríl 2024.
Ástæða lokunar eru nauðsynlegar framkvæmdir við rakaskemmdir á ákveðnum hluta safnsins. Saga þarf í veggi á þremur stöðum og skipta út gömlum rörum.
Þetta þarf að gera núna í apríl, þar sem engar hópabókanir né skólaheimsóknir eru fyrirhugaðar í mánuðinum. Framkvæmdum þarf að ljúka fyrir byrjun maí þegar ferðahópar og skólahópar eru væntanlegir.
Ástæða lokunar eru nauðsynlegar framkvæmdir við rakaskemmdir á ákveðnum hluta safnsins. Saga þarf í veggi á þremur stöðum og skipta út gömlum rörum.
Þetta þarf að gera núna í apríl, þar sem engar hópabókanir né skólaheimsóknir eru fyrirhugaðar í mánuðinum. Framkvæmdum þarf að ljúka fyrir byrjun maí þegar ferðahópar og skólahópar eru væntanlegir.
Nefndin samþykkir ósk forstöðumanns safnsins um lokanir vegna þessara nauðsynlegu framkvæmda og fagna því frumkvæði að ráðist sé í viðhaldsframkvæmdir þó þær raski starfsemi safnsins um skamma stund.
Samþykkt 4:0
Jón Allansson yfirgefur fundinn.
Samþykkt 4:0
Jón Allansson yfirgefur fundinn.
4.Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR)
2402159
Menningar- og safnanefnd enduropnar bókun vegna 130. fundar nefndarinnar og bætir við staðfestingu um samþykki á þátttöku í rafrænni skjalavörslu
Menningar- og safnanefnd samþykkir stofnaðild Héraðsskjalasafns Akraness að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR) og telur samvinnu héraðsskjalasafna í verkefninu jákvæða.
Samþykkt 4:0
Samþykkt 4:0
5.Ráðning viðburðastjóra 2024
2401380
Verkefnastjóri kynnir fyrir menningar- og safnanefnd ráðningu viðburðastjóra 2024
Menningar- og safnanefnd lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Hjörvars Gunnarssonar og Valdimars Inga Brynjarssonar í starf viðburðastjóra fyrir 17. júní og Írska daga 2024 og ber miklar væntingar til framúrskarandi hátíðarhalda.
6.Barnamenningarhátíð 2024
2301084
Verkefnastjóri fer yfir stöðuna á skipulagi fyrir barnamenningarhátíð 2024.
Menningar- og safnanefnd líst vel á þau drög sem komin eru að barnamenningarhátíð og fagnar aðkomu stofnanna bæjarins að hátíðinni sem fer fram í maí.
Sérstök hátíðardagskrá mun fara fram á Akranesi dagana 23. - 30. maí 2024 og verður kynnt á næstu dögum.
Sérstök hátíðardagskrá mun fara fram á Akranesi dagana 23. - 30. maí 2024 og verður kynnt á næstu dögum.
7.17 júní þjóðhátíðardagur 2024
2403111
Menningar- og safnanefnd ræðir undirbúning varðandi Þjóðhátíðardaginn 17. júní á Akranesi
Verkefnastjóri kynnti stöðu mála og er falið að halda undirbúningi áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Stjórn Byggðasafnsins í Görðum leggur til við sveitarstjórnir eignaraðila að samþykkja ársreikninginn.
Samþykkt 4:0 (Fjarverandi stjórnarfólk samþykkir og undirritar reikninginn við fyrsta tækifæri)
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.