Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

137. fundur 11. september 2024 kl. 16:30 - 19:30 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Anna María Þórðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá
Guðjón Þór fulltrúi Hvalfjarðarsveitar og Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafsnins taka sæti á fundinum

1.Rekstur kaffisölu á Byggðasafninu í Görðum

2409126

Menningar- og safnanefnd barst erindi frá áhugasömum aðila um rekstur kaffisölu á Safnasvæðinu, í Stúkuhúsinu nánar tiltekið.
Menningar- og safnanefnd, stjórn safnsins og Jón Allansson forstöðumaður safnsins fagna hugmyndum og frumkvæði um rekstur kaffisölu í Stúkuhúsi.

Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við forstöðumann safnsins.

Málinu vísað til bæjarráðs.

6:0
Guðjón Þór og Jón Allansson víkja af fundi.

2.Bókasafn Akraness 160 ára

2405050

Verkefnastjóri kynnir fyrir menningar- og safnanefnd afmælisdagskrá Bókasafnsins
Menningar- og safnanefnd þakkar kynningu á afmælisdagskrá 160 ára afmælis Bókasafns Akraness sem fyrirhuguð er laugardaginn 2. nóvember á Vökudögum.

Nefndin felur verkefnastjóra að vinna áfram að þessari flottu dagskrá í samvinnu við forstöðumann safnsins.

3.Menningarverðlaun Akraness 2024

2408060

Menningar- og safnanefnd fer yfir tillögur til menningarverðlauna Akraneskaupstaðar 2024
Menningar- og safnanefnd fer í gegnum tilnefningar til Menningarverðlauna 2024.

Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir fjölda tilnefninga. Nefndin leggur til við Bæjarráð að verðlaunin verði veitt á setningu Vökudaga líkt og undanfarin ár.

Verkefnastjóra er falið að koma niðurstöðu nefndarinnar á framfæri við Bæjarráð.

Samþykkt einróma.

4.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023

2310110

Menningar- og safnanefnd skoðar rekstrarsamning Bíóhallarinnar.
Menningar- og safnanefnd leggur til smávægilegar breytingar á texta rekstrarsamnings við Bíóhöllina er snýr að menningarviðburðum og aðgengi mennta- og menningarstofnanna bæjarins að húsinu.

Nefndin mun boða rekstraraðila á fund nefndarinnar og ræða hugmyndir í samræmi við umræður á fundinum.

Málinu er vísað til Skóla- og frístundaráðs til skoðunar.

5.Vökudagar 2024

2409128

Verkefnastjóri fer yfir skráða viðburði fyrir Vökudaga 2024
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferðina og hlakkar til komandi menningarhátíðar Akraneskaupstaðar sem verður glæsileg að venju.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00