Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
Ísólfur Haraldsson rekstraraðili Bíóhallarinnar á Akranesi tekur á móti menningar- og safnanefnd í Bíóhöllinni.
1.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023
2310110
Menningar- og safnanefnd fer í heimsókn í Bíóhöllina á Akranesi. Í kjölfar heimsóknar verður farið yfir rekstrarsamning og tillögur af breytingum á orðalagi hans er snýr að aðgengi mennta- og menningarstofnana að húsinu og búnaði.
Rekstraraðili veitir frekari upplýsingar um húsið.
Rekstraraðili veitir frekari upplýsingar um húsið.
Menningar- og safnanefnd þakkar rekstraraðila fyrir góða yfirferð á starfsemi kvikmynda- og menningarhúss Akurnesinga. Sýnt var fram á mikilvægi hússins í menningar- og samfélagslegu samhengi. Fjölmargt fólk hefur stigið sín fyrstu skref í húsinu í margvíslegum listformum sem og tækni- hljóð og mynd í 82 ár.
Nefndin telur það gríðarlega mikilvægt að rekstur og starfsemi hússins sé tryggð og sömuleiðis að farið verði í nauðsynlegt viðhald á húsinu.
Rekstraraðila falið að taka saman rekstrarupplýsingar fyrir það sem af er ári og afhenda verkefnastjóra.
Unnið verður að breytingum á orðalagi er snýr að aðgengi mennta- og menningarstofnanna að húsinu í samvinnu við rekstraraðila.
Nefndin telur það gríðarlega mikilvægt að rekstur og starfsemi hússins sé tryggð og sömuleiðis að farið verði í nauðsynlegt viðhald á húsinu.
Rekstraraðila falið að taka saman rekstrarupplýsingar fyrir það sem af er ári og afhenda verkefnastjóra.
Unnið verður að breytingum á orðalagi er snýr að aðgengi mennta- og menningarstofnanna að húsinu í samvinnu við rekstraraðila.
Ísólfur víkur af fundi.
2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Menningar- og safnanefnd taka til skoðunar 5 lykilverkefni sem leggja á árherslu á næstu 1-2 árin er varðar auðgandi mannlíf og menningu.
Menningar- og safnanefnd setur sér 5 lykilverkfni fyrir næstu 1-2 ár.
Verkefnastjóra falið að koma tillögunum áleiðis.
Verkefnastjóra falið að koma tillögunum áleiðis.
Fundi slitið - kl. 19:40.