Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

139. fundur 13. nóvember 2024 kl. 16:30 - 18:45 í Mörk á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá
Kristjana H. Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir fjárhagsáætlun 2025.
Menningar- og safnanefnd þakkar Kristjönu fyrir gott samtal og upplýsingar varðandi stöðu fjárhagsáætlunar 2025.
Kristjana H. Ólafsdóttir yfirgefur fundinn

2.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2024

2312033

Verkefnastjóri fer yfir stöðu menningarstyrkja fyrir árið 2024.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferð á stöðu menningarstyrkja fyrir árið 2024.

Verkefnastjóra falið að opna fyrir umsóknir fyrir árið 2025.

3.Byggðasafn - geymslur

2303087

Verkefnastjóri kynnir fyrir nefndinni áætlanir um fjarvarðveislurými safnsins
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála fyrir kynninguna og líst vel á áætlun um flutning á munum úr fjarvarðveislurými.

4.Vökudagar 2024

2409128

Verkefnastjóri fer yfir stöðuna á dagskrá Vökudaga 2024.
Menningar- og safnanefnd þakkar öllu því frábæra fólki sem tók þátt í Vökudögum 2024 fyrir þeirra ómetanlega framlag til menningarhátíðarinnar, einnig vill nefndin þakka bæjarbúum fyrir jákvætt umtal og góða þátttöku á hátíðinni í ár. Nefndin þakkar jafnframt verkefnastjóra fyrir gott skipulag og framkvæmd hátíðarinnar.

Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að skoða myndir frá hátíðinni á vefsíðu Akraneskaupstaðar undir Mannlíf - Myndasafn.


5.Verkefnastaða Byggðasafnsins í Görðum nóv-24

2411081

Verkefnastjóri fer yfir innsent minnisblað frá Byggðasafninu í Görðum.



Verkefnastaða útgerðarsýningar nóvember 2024
Menningar- og safnanefnd þakkar sýningarstjóra og forstöðumanni Byggðasafnsins fyrir minnisblað um verkefnastöðu útgerðarsýningar.

6.Bókasafn Akraness 160 ára

2405050

Verkefnastjóri fer yfir afmælishátíð Bókasafnsins.
Menningar- og safnanefnd óskar Bókasafni Akraness innilega til hamingju með 160 ára afmælið þann 6. nóvember og þakkar starfsfólki safnsins fyrir þeirra mikilvæga framlag til samfélagsins.

Afmælishátíðin var einstaklega vel lukkuð og gaman var að sjá hversu mörg heimsóttu safnið í tilefni dagsins.

7.Jólatrésskemmtun á Akranesi 2024

2411082

Menningar- og safnanefnd ræðir jólatrésskemmtun kaupstaðarins fyrir árið 2024
Jólaljósin verða tendruð á Akratorgi laugardaginn 30. nóv klukkan 17:00 - Verkefnastjóra falið að skipuleggja hefðbundna dagskrá fyrir viðburðinn.

8.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023

2310110

Menningar- og safnanefnd óskaði eftir betri útlistun á verkefnum Bíóhallarinnar og uppfærðu rekstraruppgjöri fyrir 2024.
Menningar- og safnanefnd hefur farið yfir rekstraryfirlit fyrir jan-okt 2024.

Nefndin leggur til að samningur um rekstur Bíóhallarinnar við Vini Hallarinnar ehf verði framlengdur um eitt ár.

5:0

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00